Bíll á breskum númerum tilbúinn til smygls á úrum 27. október 2011 03:30 Blaðamannafundur lögreglu, vopnað rán, Frank Michelsen úrsmiði Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira