„Gömlu dagana gefðu mér“ 9. nóvember 2011 06:00 Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun