Betur má ef duga skal 9. nóvember 2011 06:00 Vorið 1994 markaði tímamót í sögu borgarinnar, þegar Reykjavíkurlistinn vann sigur á Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórnarkosningum. Með félagshyggju og jafnrétti kynjanna að leiðarljósi breytti borgarstjórn þjónustu borgarinnar til hins betra. Börn og foreldrar fóru ekki varhluta af breytingunum, enda eru leikskólarnir eins og við þekkjum þá í dag að miklu leyti Reykjavíkurlistanum að þakka. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í meirihluta vorið 2006 stóðu leikskólar til boða fyrir öll börn sem þá urðu tveggja ára á árinu. Núverandi meirihluti borgarstjórnar byggir að hluta til á rótum Reykjavíkurlistans. Sjálfsmynd Samfylkingarinnar byggir að stórum hluta á afrekum Reykjavíkurlistans sem hún átti vissulega aðild að. Á því að hafa tryggt góða og öfluga leikskóla í borginni með okkur Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Frambjóðendur Samfylkingarinnar hikuðu ekki við að fullyrða fyrir síðustu kosningar að þeir hefðu slíkan skilning á eðli skólastarfs að málaflokknum væri best komið í þeirra höndum. Og það fór sem fór. Menntamálin komust í hendur Samfylkingarinnar í umboði Besta flokksins sem einnig ber ríka ábyrgð, hafandi lofað og lofað og lofað að svíkja. Öruggir, faglegir og ódýrir leikskólarTímabilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til leikskólaganga hefst er erfið bæði fyrir foreldra og börn. Þótt flestir foreldrar nýti þjónustu dagforeldra og lýsi sig ánægða með hana í könnunum, þá þiggja allir foreldrar pláss í leikskólum um leið og þau losna. Á leikskólum búa börn við eins öruggt umhverfi og hugsast getur. Stjórnendur leikskólanna hafa yfirumsjón með skipulagi og tryggja að alltaf sé hægt að mæta óvæntum uppákomum. Á hverri deild eru margir starfsmenn, þannig að ábyrgðin er aldrei á hendi einnar manneskju. Starfsfólk leikskólanna fær sínar kaffipásur og þess er ekki krafist að matseld og frágangur fari fram samhliða umönnun barnanna. Húsnæði leikskólanna er lagað að þörfum starfseminnar, þar sem hættur eru lágmarkaðar og innréttingar í samræmi við þarfir og getu barnanna. Sama gildir um útisvæðin. Foreldrar kjósa leikskóla, m.a. öryggisins vegna. Á leikskólum fá börn faglegt uppeldi og menntun. Sívaxandi hlutfall starfsfólks á leikskólum hefur lokið leikskólakennaranámi og unnið er samkvæmt Aðalnámskrá þar sem áhersla er lögð á að hvert barn fái að þroskast og rækta hæfileika sína í samræmi við aldur og getu. Gætt er jafnt að andlegum sem líkamlegum þroska, starfið fer fram inni og úti, það er skapandi, krefjandi og skemmtilegt. Foreldrar kjósa leikskóla, m.a. vegna þess faglega starfs sem þar fer fram. Fyrir leikskóla borga foreldrar í sambúð um 22 þúsund krónur og einstæðir foreldrar um 13 þúsund. Algengt verð hjá dagforeldrum er um 63 þúsund fyrir sambúðarfólk en um 50 þúsund fyrir einstæða foreldra. Það er sem sé u.þ.b. 40 þúsund krónum ódýrara fyrir foreldra að hafa börn sín á leikskólum en hjá dagforeldrum. Væru börnin tekin inn hálfu ári fyrr, myndi það spara foreldrum um 240 þúsund krónur. Foreldrar kjósa leikskóla, meðal annars af fjárhagsástæðum. Inn með börninÁ vef Reykjavíkurborgar birtist fréttatilkynning í gær um að verið væri að kanna möguleika á inntöku barna sem fædd eru árið 2010 á næsta ári. Árið sem þau verða tveggja ára. Fréttatilkynningin er viðbragð við mikilli gagnrýni á ákvörðun meirihlutans um að láta á annað hundrað leikskólaplássa standa auð í allt haust í stað þess að hefja inntöku árgangsins. Það er þó til marks um mikla nauðvörn þegar sendar eru út fréttatilkynningar um óbreytt ástand. Það er ekkert nýtt við það að börn sem verða tveggja ára á árinu fái inngöngu í leikskóla. Þvert á móti er það með því seinna sem gerist. Á Íslandi ríkir enn kreppa. Atvinnuleysi er meira en gengur og gerist, fjárhagsstaða fjölskyldna er slæm og staða barna viðkvæmari en ella. Við slíkar aðstæður þurfa allir að hjálpast að. Hlutverk borgarstjórnar er að skerpa enn á forgangsröðun og tryggja fleiri leikskólapláss sem myndi bæta fjárhagsstöðu fjölskyldna og draga úr atvinnuleysi. Við Vinstri græn erum stolt af að hafa tekið þátt í að byggja upp góða leikskóla fyrir börnin í borginni. En við viðurkennum að kerfið er ekki fullkomið og viljum gera betur. Við viljum halda áfram að styrkja leikskólana og bæta þjónustuna, stytta bilið frá fæðingarorlofi þar til leikskólaganga hefst. Við viljum nýta tækifærið sem nú gefst, nýta húsnæðið sem stendur autt, nýta starfskraftana sem ekki eru nýttir og bæta menntun barnanna í borginni. Jafnvel þótt það kosti niðurskurð annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 1994 markaði tímamót í sögu borgarinnar, þegar Reykjavíkurlistinn vann sigur á Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórnarkosningum. Með félagshyggju og jafnrétti kynjanna að leiðarljósi breytti borgarstjórn þjónustu borgarinnar til hins betra. Börn og foreldrar fóru ekki varhluta af breytingunum, enda eru leikskólarnir eins og við þekkjum þá í dag að miklu leyti Reykjavíkurlistanum að þakka. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í meirihluta vorið 2006 stóðu leikskólar til boða fyrir öll börn sem þá urðu tveggja ára á árinu. Núverandi meirihluti borgarstjórnar byggir að hluta til á rótum Reykjavíkurlistans. Sjálfsmynd Samfylkingarinnar byggir að stórum hluta á afrekum Reykjavíkurlistans sem hún átti vissulega aðild að. Á því að hafa tryggt góða og öfluga leikskóla í borginni með okkur Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Frambjóðendur Samfylkingarinnar hikuðu ekki við að fullyrða fyrir síðustu kosningar að þeir hefðu slíkan skilning á eðli skólastarfs að málaflokknum væri best komið í þeirra höndum. Og það fór sem fór. Menntamálin komust í hendur Samfylkingarinnar í umboði Besta flokksins sem einnig ber ríka ábyrgð, hafandi lofað og lofað og lofað að svíkja. Öruggir, faglegir og ódýrir leikskólarTímabilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til leikskólaganga hefst er erfið bæði fyrir foreldra og börn. Þótt flestir foreldrar nýti þjónustu dagforeldra og lýsi sig ánægða með hana í könnunum, þá þiggja allir foreldrar pláss í leikskólum um leið og þau losna. Á leikskólum búa börn við eins öruggt umhverfi og hugsast getur. Stjórnendur leikskólanna hafa yfirumsjón með skipulagi og tryggja að alltaf sé hægt að mæta óvæntum uppákomum. Á hverri deild eru margir starfsmenn, þannig að ábyrgðin er aldrei á hendi einnar manneskju. Starfsfólk leikskólanna fær sínar kaffipásur og þess er ekki krafist að matseld og frágangur fari fram samhliða umönnun barnanna. Húsnæði leikskólanna er lagað að þörfum starfseminnar, þar sem hættur eru lágmarkaðar og innréttingar í samræmi við þarfir og getu barnanna. Sama gildir um útisvæðin. Foreldrar kjósa leikskóla, m.a. öryggisins vegna. Á leikskólum fá börn faglegt uppeldi og menntun. Sívaxandi hlutfall starfsfólks á leikskólum hefur lokið leikskólakennaranámi og unnið er samkvæmt Aðalnámskrá þar sem áhersla er lögð á að hvert barn fái að þroskast og rækta hæfileika sína í samræmi við aldur og getu. Gætt er jafnt að andlegum sem líkamlegum þroska, starfið fer fram inni og úti, það er skapandi, krefjandi og skemmtilegt. Foreldrar kjósa leikskóla, m.a. vegna þess faglega starfs sem þar fer fram. Fyrir leikskóla borga foreldrar í sambúð um 22 þúsund krónur og einstæðir foreldrar um 13 þúsund. Algengt verð hjá dagforeldrum er um 63 þúsund fyrir sambúðarfólk en um 50 þúsund fyrir einstæða foreldra. Það er sem sé u.þ.b. 40 þúsund krónum ódýrara fyrir foreldra að hafa börn sín á leikskólum en hjá dagforeldrum. Væru börnin tekin inn hálfu ári fyrr, myndi það spara foreldrum um 240 þúsund krónur. Foreldrar kjósa leikskóla, meðal annars af fjárhagsástæðum. Inn með börninÁ vef Reykjavíkurborgar birtist fréttatilkynning í gær um að verið væri að kanna möguleika á inntöku barna sem fædd eru árið 2010 á næsta ári. Árið sem þau verða tveggja ára. Fréttatilkynningin er viðbragð við mikilli gagnrýni á ákvörðun meirihlutans um að láta á annað hundrað leikskólaplássa standa auð í allt haust í stað þess að hefja inntöku árgangsins. Það er þó til marks um mikla nauðvörn þegar sendar eru út fréttatilkynningar um óbreytt ástand. Það er ekkert nýtt við það að börn sem verða tveggja ára á árinu fái inngöngu í leikskóla. Þvert á móti er það með því seinna sem gerist. Á Íslandi ríkir enn kreppa. Atvinnuleysi er meira en gengur og gerist, fjárhagsstaða fjölskyldna er slæm og staða barna viðkvæmari en ella. Við slíkar aðstæður þurfa allir að hjálpast að. Hlutverk borgarstjórnar er að skerpa enn á forgangsröðun og tryggja fleiri leikskólapláss sem myndi bæta fjárhagsstöðu fjölskyldna og draga úr atvinnuleysi. Við Vinstri græn erum stolt af að hafa tekið þátt í að byggja upp góða leikskóla fyrir börnin í borginni. En við viðurkennum að kerfið er ekki fullkomið og viljum gera betur. Við viljum halda áfram að styrkja leikskólana og bæta þjónustuna, stytta bilið frá fæðingarorlofi þar til leikskólaganga hefst. Við viljum nýta tækifærið sem nú gefst, nýta húsnæðið sem stendur autt, nýta starfskraftana sem ekki eru nýttir og bæta menntun barnanna í borginni. Jafnvel þótt það kosti niðurskurð annars staðar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun