Félagsleg samheldni skilar meiru en einstaklingshyggja Elín Björg Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar