Undanþága ver þegna Íslands fyrir framsali - fréttaskýring 11. nóvember 2011 06:00 Ræningjarnir þrír Grzegorz Marcin Nowak, Pawel Artur Tyminski og Pawel Jerzy Podburaczynski eru taldir hafa rænt Michelsen á Laugavegi. Gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendur þeim, þeir handteknir í Póllandi og síðan sleppt. PAWEL ARTUR TYMINSKI, GRZEGORZ MARCIN NOWAK, PAWEL JERZY PODBURACZYNSKI. Hvað myndi lögfesting evrópsku handtökuskipunarinnar hafa í för með sér fyrir Ísland? Íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til annarra ríkja í Evrópu þrátt fyrir fyrirhugaða lögfestingu evrópsku handtökuskipunarinnar. Ísland fékk undanþágu í samningaviðræðum við Evrópusambandið um innleiðinguna árið 2006. Evrópska handtökuskipunin hefur verið til umræðu vegna máls þriggja Pólverja sem rændu verslun Franks Michelsen úrsmiðs í október. Þeir flúðu úr landi en voru skömmu síðar handteknir í Póllandi og í kjölfarið sleppt. Ísland hefur um árabil verið aðili að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna eins og aðrar Evrópuþjóðir. Sá samningur kveður á um framsal sakamanna milli þjóða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, svo sem að hámarksrefsing fyrir afbrotið sé yfir tilteknum mörkum og að brotið sé refsivert í báðum löndum. Að sögn Valgerðar Maríu Sigurðardóttur, lögfræðings í innanríkisráðuneytinu, hefur sá samningur gefist mjög vel, þótt hann sé seinvirkari en hin nýja evrópska handtökuskipun. Stjórnarskráin ver Pólverja PAWEL ARTUR TYMINSKI, GRZEGORZ MARCIN NOWAK, PAWEL JERZY PODBURACZYNSKI. Það sem gerir mál Pólverjanna þriggja hins vegar sérstaklega flókið er að í stjórnarskrá þeirra er kveðið á um að pólska ríkisborgara megi ekki framselja til annars lands. Væru Íslendingar aðilar að handtökuskipuninni myndu Pólverjar hins vegar vera skuldbundnir til að senda mennina til Íslands, svo rétta mætti yfir þeim hér, með því skilyrði að þeir yrðu sendir til baka til heimalands síns til að afplána refsinguna. Þar sem við erum aðilar að samningi Evrópuráðsins gætum við engu að síður farið fram á framsal mannanna frá Póllandi, en þeirri beiðni yrði nær örugglega hafnað, enda bann lagt við því í stjórnarskrá. Sé slíkri beiðni hins vegar synjað á grundvelli þess eins að um sé að ræða eigin ríkisborgara þá ber ríkinu að taka málið yfir og rétta yfir mönnunum. Slíkt ferli getur tekið nokkurn tíma. Íslendingar settu skilyrðiÍsland er að nokkru leyti í sömu sporum og Pólland hvað þetta varðar. Í annarri grein íslenskra laga um framsal sakamanna frá 1984 segir einfaldlega: „Ekki má framselja íslenska ríkisborgara.“ Þegar Ísland gekk ásamt Noregi til viðræðna um aðild að evrópsku handtökuskipuninni settu íslenskt stjórnvöld það skilyrði strax í upphafi að ekki yrði hvikað frá þessu ákvæði. Á það var fallist, þrátt fyrir að engin önnur þjóð sem ekki er með sérstakt stjórnarskrárákvæði um framsalsbann hafi fengið undanþágu af þessu tagi. Gengið var frá samningunum árið 2006 og þingsályktunartillaga um fullgildingu tilskipunarinnar samþykkt skömmu síðar. Vægara í frumvarpinuSíðan þá hefur verið unnið að frumvarpi um breytingar á lögum um framsal sakamanna, þar sem handtökuskipunin yrði lögfest, fyrst í dómsmálaráðuneytinu og síðan í innanríkisráðuneytinu. Þau drög eru nú tilbúin og er stefnt að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi eftir áramót. Þrátt fyrir að samið hafi verið um heimild Íslands til að taka með öllu fyrir framsal íslenskra ríkisborgara til annars lands, þá er gert ráð fyrir því í frumvarpsdrögunum að Íslendingur fari eins að og Pólverjar og afhendi íslenska ríkisborgara tímabundið til að sæta réttarhöldum erlendis. Endanleg útgáfa frumvarpsins er þó háð því hvaða meðferð málið fær í þinginu. Þingmenn gætu því ákveðið að Íslendingar myndu aldrei afhenda íslenska ríkisborgara annarri þjóð, jafnvel þótt frumvarpsdrög innanríkisráðherra geri ráð fyrir öðru. stigur@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
PAWEL ARTUR TYMINSKI, GRZEGORZ MARCIN NOWAK, PAWEL JERZY PODBURACZYNSKI. Hvað myndi lögfesting evrópsku handtökuskipunarinnar hafa í för með sér fyrir Ísland? Íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til annarra ríkja í Evrópu þrátt fyrir fyrirhugaða lögfestingu evrópsku handtökuskipunarinnar. Ísland fékk undanþágu í samningaviðræðum við Evrópusambandið um innleiðinguna árið 2006. Evrópska handtökuskipunin hefur verið til umræðu vegna máls þriggja Pólverja sem rændu verslun Franks Michelsen úrsmiðs í október. Þeir flúðu úr landi en voru skömmu síðar handteknir í Póllandi og í kjölfarið sleppt. Ísland hefur um árabil verið aðili að samningi Evrópuráðsins um framsal sakamanna eins og aðrar Evrópuþjóðir. Sá samningur kveður á um framsal sakamanna milli þjóða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, svo sem að hámarksrefsing fyrir afbrotið sé yfir tilteknum mörkum og að brotið sé refsivert í báðum löndum. Að sögn Valgerðar Maríu Sigurðardóttur, lögfræðings í innanríkisráðuneytinu, hefur sá samningur gefist mjög vel, þótt hann sé seinvirkari en hin nýja evrópska handtökuskipun. Stjórnarskráin ver Pólverja PAWEL ARTUR TYMINSKI, GRZEGORZ MARCIN NOWAK, PAWEL JERZY PODBURACZYNSKI. Það sem gerir mál Pólverjanna þriggja hins vegar sérstaklega flókið er að í stjórnarskrá þeirra er kveðið á um að pólska ríkisborgara megi ekki framselja til annars lands. Væru Íslendingar aðilar að handtökuskipuninni myndu Pólverjar hins vegar vera skuldbundnir til að senda mennina til Íslands, svo rétta mætti yfir þeim hér, með því skilyrði að þeir yrðu sendir til baka til heimalands síns til að afplána refsinguna. Þar sem við erum aðilar að samningi Evrópuráðsins gætum við engu að síður farið fram á framsal mannanna frá Póllandi, en þeirri beiðni yrði nær örugglega hafnað, enda bann lagt við því í stjórnarskrá. Sé slíkri beiðni hins vegar synjað á grundvelli þess eins að um sé að ræða eigin ríkisborgara þá ber ríkinu að taka málið yfir og rétta yfir mönnunum. Slíkt ferli getur tekið nokkurn tíma. Íslendingar settu skilyrðiÍsland er að nokkru leyti í sömu sporum og Pólland hvað þetta varðar. Í annarri grein íslenskra laga um framsal sakamanna frá 1984 segir einfaldlega: „Ekki má framselja íslenska ríkisborgara.“ Þegar Ísland gekk ásamt Noregi til viðræðna um aðild að evrópsku handtökuskipuninni settu íslenskt stjórnvöld það skilyrði strax í upphafi að ekki yrði hvikað frá þessu ákvæði. Á það var fallist, þrátt fyrir að engin önnur þjóð sem ekki er með sérstakt stjórnarskrárákvæði um framsalsbann hafi fengið undanþágu af þessu tagi. Gengið var frá samningunum árið 2006 og þingsályktunartillaga um fullgildingu tilskipunarinnar samþykkt skömmu síðar. Vægara í frumvarpinuSíðan þá hefur verið unnið að frumvarpi um breytingar á lögum um framsal sakamanna, þar sem handtökuskipunin yrði lögfest, fyrst í dómsmálaráðuneytinu og síðan í innanríkisráðuneytinu. Þau drög eru nú tilbúin og er stefnt að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi eftir áramót. Þrátt fyrir að samið hafi verið um heimild Íslands til að taka með öllu fyrir framsal íslenskra ríkisborgara til annars lands, þá er gert ráð fyrir því í frumvarpsdrögunum að Íslendingur fari eins að og Pólverjar og afhendi íslenska ríkisborgara tímabundið til að sæta réttarhöldum erlendis. Endanleg útgáfa frumvarpsins er þó háð því hvaða meðferð málið fær í þinginu. Þingmenn gætu því ákveðið að Íslendingar myndu aldrei afhenda íslenska ríkisborgara annarri þjóð, jafnvel þótt frumvarpsdrög innanríkisráðherra geri ráð fyrir öðru. stigur@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði