Yfirlýsing frá Teiti Atlasyni Teitur Atlason skrifar 1. desember 2011 06:00 Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir, furðudylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni. Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á síðasta strikinu að rembast við að segja mér eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS. Ég setti símann á skrifborðið og hlóð tækið. SMS voru frá einhverjum sem sagðist vera í Gautaborg. Íslenska stafi vantaði í skilaboðin og réttritun var ábótavant. Efni skilaboðanna var hins vegar með þeim ólíkindum að ég sá tilefni til að senda þau til lögreglunnar til rannsóknar. Skilaboðin komu frá ja.is og en þar eru öll SMS „logguð" og misnotkun varðar við lög. Nú, þegar rannsókn málsins er vel á veg komin, hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson stigið fram og játað að vera sendandi nafnlausu skilaboðanna. Skýring hans er sú að hann hafi setið undir „holskeflu ærumeiðandi ummæla" vegna Kögunarmálsins. Umræðan hafi „lagst þungt á hann". Hér kveður við annan Gunnlaug en þann sem sagði fólki að fara til helvítis í láréttri stöðu og þann sem rak undirmann sinn fyrir einhvern brandara. Og þetta er annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig opinberlega galin mann. Gunnlaugur Sigmundsson ber fyrir sig að hafa í einhvers konar örvilnan eða stundarbrjálæði sent þessi nafnlausu SMS. Þess má geta að skilaboðin sem mér bárust voru 12 talsins en ekki 4 eins og hann fer rangt með í yfirlýsingunni í gær. Lögreglan getur staðfest það. Þau voru send skipulega á þriggja daga tímabili, ávallt á sama tíma dags. Lögreglan getur líka staðfest það. Þetta mál er sorgarsaga. Þessi nýjasti kafli er mannlegur harmleikur. Ég hef ítrekað boðið Gunnlaugi að falla frá málsókninni á hendur mér. Ég hef líka lagt til að við báðir legðum fram ein mánaðarlaun til góðgerðarmála í stað alls þess lögfræðikostnaðar sem er óhjákvæmilegur. Þessu hefur Gunnlaugur hafnað. Raunar hefur hann bætt við stefnuna og stefnt mér fyrir ummæli þar sem ég segi hann neyta fjárhagslegs aflsmunar gegn mér. Eins og Guðmundur Andri Thorsson segir í grein sinni „Kúgun og Kögun" frá 15. ágúst sl. mun Gunnlaugur „ekki endurheimta æru sína úr klóm Teits Atlasonar. Hún er ekki þar". En hann gæti látið staðar numið. Sjálfs sín vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir, furðudylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni. Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á síðasta strikinu að rembast við að segja mér eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS. Ég setti símann á skrifborðið og hlóð tækið. SMS voru frá einhverjum sem sagðist vera í Gautaborg. Íslenska stafi vantaði í skilaboðin og réttritun var ábótavant. Efni skilaboðanna var hins vegar með þeim ólíkindum að ég sá tilefni til að senda þau til lögreglunnar til rannsóknar. Skilaboðin komu frá ja.is og en þar eru öll SMS „logguð" og misnotkun varðar við lög. Nú, þegar rannsókn málsins er vel á veg komin, hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson stigið fram og játað að vera sendandi nafnlausu skilaboðanna. Skýring hans er sú að hann hafi setið undir „holskeflu ærumeiðandi ummæla" vegna Kögunarmálsins. Umræðan hafi „lagst þungt á hann". Hér kveður við annan Gunnlaug en þann sem sagði fólki að fara til helvítis í láréttri stöðu og þann sem rak undirmann sinn fyrir einhvern brandara. Og þetta er annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig opinberlega galin mann. Gunnlaugur Sigmundsson ber fyrir sig að hafa í einhvers konar örvilnan eða stundarbrjálæði sent þessi nafnlausu SMS. Þess má geta að skilaboðin sem mér bárust voru 12 talsins en ekki 4 eins og hann fer rangt með í yfirlýsingunni í gær. Lögreglan getur staðfest það. Þau voru send skipulega á þriggja daga tímabili, ávallt á sama tíma dags. Lögreglan getur líka staðfest það. Þetta mál er sorgarsaga. Þessi nýjasti kafli er mannlegur harmleikur. Ég hef ítrekað boðið Gunnlaugi að falla frá málsókninni á hendur mér. Ég hef líka lagt til að við báðir legðum fram ein mánaðarlaun til góðgerðarmála í stað alls þess lögfræðikostnaðar sem er óhjákvæmilegur. Þessu hefur Gunnlaugur hafnað. Raunar hefur hann bætt við stefnuna og stefnt mér fyrir ummæli þar sem ég segi hann neyta fjárhagslegs aflsmunar gegn mér. Eins og Guðmundur Andri Thorsson segir í grein sinni „Kúgun og Kögun" frá 15. ágúst sl. mun Gunnlaugur „ekki endurheimta æru sína úr klóm Teits Atlasonar. Hún er ekki þar". En hann gæti látið staðar numið. Sjálfs sín vegna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun