Ný náttúruverndarólög 2. desember 2011 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að utanvegaakstur er alls ekki stórt vandamál þó almenningi sé reynt að telja trú um það. Meira að segja Umhverfisráðuneytið sjálft hefur sagt að dregið hafi úr utanvegaakstri (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1700) og það án kortagrunns. Í ljósi þessa og þess að unnið er að heildarendurskoðun náttúruverndarlaganna (Hvítbók), hversvegna liggur þá svona á að leggja þetta frumvarp fram?. Það hefur verið viðurkennt að það geti tekið um áratug að kortleggja leiðir á landinu. Hvað liggur þá á? Getur verið að umhverfisráðherran sé vísvitandi að leggja þetta frumvarp fram gegn þeim frjálsu ferðamönnum sem hafa gagnrýnt hana í þessum málum? Hverjar verða afleiðingar þess að hafa kortagrunn um akstursleiðir á landinu? Ég sé fyrir mér nokkrar: l Ekki er endilega víst að fleiri verði teknir við akstur utan vega, því ekki er nóg að búa til kortagrunn til að fleiri verði „gómaðir“. l Ekki er líklegt að dragi úr utanvegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til húsmæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er. l Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. l Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppáhaldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utanvegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utanvegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breytir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaaksturs – viljum við hafa það svoleiðis ? l Leiðir sem hafa lítið verið farnar og þannig verndaðar, verða allt í einu öllum þekktar á korti og hætta á að umferð aukist með tilheyrandi raski og óþarfa tjóni á náttúrunni. Hvað er þá til ráða í því að útrýma skemmdum sem verða á náttúru vegna umferðar utan vega? Jú það eru nokkur atriði sem liggja beint við, hægt að fara í strax og nýta í það hluta þeirra fjármuna sem eiga að að fara í gerð kortagrunns: l Fræðsla, fræðsla og fræðsla l Aukin fræðsla til erlendra ferðamanna sem eru að koma til landsins l Aukin fræðsla til Íslendinga sjálfra í gegnum skólakerfið, ökukennslu, Landsbjörgu, fjölmiðla o.s.frv. l Stuðningur við félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn slíkum skemmdum. Viljum við búa í samfélagi þar sem allt er bannað, nema það sem sérstaklega er leyft? Eða viljum við búa í samfélagi þar sem frelsi ríkir, virðing er fyrir náttúrunni og náunganum og fólk er upplýst um hvernig best er að haga sínum ferðum til að afkomendur okkar fái einnig notið þess á sambærilegan hátt um ókomnar aldir? Ég skora á alþingismenn að hafa vit fyrir umhverfisráðherranum og fella þetta frumvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp til breytingar á náttúruverndarlögum. Frumvarp sem lagt er fram til höfuðs frjálsri ferðamennsku á Íslandi. Í stuttu máli á að búa til gagnagrunn sem inniheldur þær akstursleiðir sem má aka, en allstaðar annarstaðar er það bannað. Einhver hefur kannski heyrt áður um reglur sem gera ráð fyrir að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft, hugmyndafræði sem ekki hefur tíðkast á Íslandi. Margir segja að það sé fínt að fá þetta á hreint þá sé bara vitað hvar má keyra og hvar má ekki keyra. En þetta er ekki svona einfalt. Eina forsenda þessa frumvarps virðist vera að utanvegaakstur sé stórt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að utanvegaakstur er alls ekki stórt vandamál þó almenningi sé reynt að telja trú um það. Meira að segja Umhverfisráðuneytið sjálft hefur sagt að dregið hafi úr utanvegaakstri (http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1700) og það án kortagrunns. Í ljósi þessa og þess að unnið er að heildarendurskoðun náttúruverndarlaganna (Hvítbók), hversvegna liggur þá svona á að leggja þetta frumvarp fram?. Það hefur verið viðurkennt að það geti tekið um áratug að kortleggja leiðir á landinu. Hvað liggur þá á? Getur verið að umhverfisráðherran sé vísvitandi að leggja þetta frumvarp fram gegn þeim frjálsu ferðamönnum sem hafa gagnrýnt hana í þessum málum? Hverjar verða afleiðingar þess að hafa kortagrunn um akstursleiðir á landinu? Ég sé fyrir mér nokkrar: l Ekki er endilega víst að fleiri verði teknir við akstur utan vega, því ekki er nóg að búa til kortagrunn til að fleiri verði „gómaðir“. l Ekki er líklegt að dragi úr utanvegaakstri vegna kortagrunns, því það verða alltaf til svartir sauðir sem hafa neikvæðan ásetning í þessum efnum. Það eru líka til húsmæður sem stunda búðarhnupl og afar sem stunda ofsaakstur, sama hversu ströng löggjöfin er. l Kortagrunnurinn mun aldrei innihalda allar akstursleiðir á landinu, en það veldur leiðinlegum hliðarverkunum. l Akstur um fáfarnar leiðir sem fólk hefur notað að sínum uppáhaldsstöðum gæti verið flokkaður sem utanvegaakstur. Afi og amma gætu því verið gómuð fyrir utanvegaakstur þegar þau fara til berja á leynistaðinn sinn að hausti. Þau eru nú samt á vegslóða, en hann er bara ekki í kortagrunninum og flokkast því sem utanvegaakstur. Pabbi og mamma gætu jafnframt verið tekin og sektuð fyrir utanvegaakstur þegar þau aka að sínu leyni-tjaldstæði að sumrinu. Breytir þá engu að afi, amma, pabbi og mamma hafa ferðast árum saman á þessa staði, án þess að nokkuð sjái á landinu, annað en ógreinileg slóð. Þetta gæti leitt til þess að fleiri verði sektaðir vegna utanvegaaksturs – viljum við hafa það svoleiðis ? l Leiðir sem hafa lítið verið farnar og þannig verndaðar, verða allt í einu öllum þekktar á korti og hætta á að umferð aukist með tilheyrandi raski og óþarfa tjóni á náttúrunni. Hvað er þá til ráða í því að útrýma skemmdum sem verða á náttúru vegna umferðar utan vega? Jú það eru nokkur atriði sem liggja beint við, hægt að fara í strax og nýta í það hluta þeirra fjármuna sem eiga að að fara í gerð kortagrunns: l Fræðsla, fræðsla og fræðsla l Aukin fræðsla til erlendra ferðamanna sem eru að koma til landsins l Aukin fræðsla til Íslendinga sjálfra í gegnum skólakerfið, ökukennslu, Landsbjörgu, fjölmiðla o.s.frv. l Stuðningur við félagasamtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn slíkum skemmdum. Viljum við búa í samfélagi þar sem allt er bannað, nema það sem sérstaklega er leyft? Eða viljum við búa í samfélagi þar sem frelsi ríkir, virðing er fyrir náttúrunni og náunganum og fólk er upplýst um hvernig best er að haga sínum ferðum til að afkomendur okkar fái einnig notið þess á sambærilegan hátt um ókomnar aldir? Ég skora á alþingismenn að hafa vit fyrir umhverfisráðherranum og fella þetta frumvarp.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar