Leyfið bönkunum að koma til mín Ólafur Hauksson skrifar 6. desember 2011 06:00 Enn einu sinni hefur okkur atvinnurekendum hlotnast sá heiður að fá að hlaupa undir bagga með bönkunum. Hjá Íslandsbanka var 42 sagt upp störfum á einu bretti. Reikna má með að stór hluti þeirra þurfi á atvinnuleysisbótum að halda. Atvinnurekendur standa undir atvinnuleysisbótum með tryggingagjaldi á laun. Því má með réttu segja að Íslandsbanki sé að velta byrðunum yfir á þá sem þó reyna að hafa fólk í vinnu. Samtals hafa fjármálastofnanir losað sig við 2.000 starfsmenn frá hruni til að hámarka hagnað sinn. Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, Arion banki um 13,6 milljarða fyrstu níu mánuðina og Landsbankinn um 27 milljarða fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlutfall bankanna er gríðarlega sterkt og lausafjárstaðan svo góð að seðlarnir vella út um eyrun á gjaldkerunum. Arður hefur ekki verið greiddur út frá stofnun bankanna 2008 og hleðst bara upp. Með öðrum orðum, bankarnir standa betur en flest ef ekki öll fyrirtæki í landinu. Samt finnst þeim Höskuldi Ólafssyni, Birnu Einarsdóttur og Steinþóri Pálssyni ekkert sjálfsagðara en reyna að kreista út aðeins meiri hagnað með því að vísa starfsfólki sínu á framfæri atvinnuleysistrygginga – á kostnað viðskiptavina sinna. Vissulega mátti fækka eitthvað í bönkunum eftir hrun. En hvers vegna þarf að ganga svona langt? Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikninginn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur okkur atvinnurekendum hlotnast sá heiður að fá að hlaupa undir bagga með bönkunum. Hjá Íslandsbanka var 42 sagt upp störfum á einu bretti. Reikna má með að stór hluti þeirra þurfi á atvinnuleysisbótum að halda. Atvinnurekendur standa undir atvinnuleysisbótum með tryggingagjaldi á laun. Því má með réttu segja að Íslandsbanki sé að velta byrðunum yfir á þá sem þó reyna að hafa fólk í vinnu. Samtals hafa fjármálastofnanir losað sig við 2.000 starfsmenn frá hruni til að hámarka hagnað sinn. Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, Arion banki um 13,6 milljarða fyrstu níu mánuðina og Landsbankinn um 27 milljarða fyrstu níu mánuðina. Eiginfjárhlutfall bankanna er gríðarlega sterkt og lausafjárstaðan svo góð að seðlarnir vella út um eyrun á gjaldkerunum. Arður hefur ekki verið greiddur út frá stofnun bankanna 2008 og hleðst bara upp. Með öðrum orðum, bankarnir standa betur en flest ef ekki öll fyrirtæki í landinu. Samt finnst þeim Höskuldi Ólafssyni, Birnu Einarsdóttur og Steinþóri Pálssyni ekkert sjálfsagðara en reyna að kreista út aðeins meiri hagnað með því að vísa starfsfólki sínu á framfæri atvinnuleysistrygginga – á kostnað viðskiptavina sinna. Vissulega mátti fækka eitthvað í bönkunum eftir hrun. En hvers vegna þarf að ganga svona langt? Hvers vegna finnst bönkunum sjálfsagt að senda okkur hinum reikninginn? Mundi heimurinn farast ef bankarnir högnuðust aðeins minna?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun