Feðraveldi/frjálslyndi – Raunveruleg átakalína stjórnmálanna 13. desember 2011 06:00 Hvernig eru hagsmunir almennings best tryggðir? Er það með gagnsæju og skilvirku regluverki og eftirliti án mismununar eða er mikilvægast að tryggja að eignarhald og völd liggi hjá „réttum“ aðilum? Þessi virka átakalína í íslenskum stjórnmálum litar afstöðu til mála allt frá erlendum fjárfestingum og auðlindastefnu til aðildar að ESB og skýrir hvers vegna hefðbundnir pólitískir andstæðingar ná saman um afstöðu til helstu álitamála samtímans. Þarna takast á frjálslyndari sjónarmið um réttarríkið sem stendur vörð um réttindi og hagsmuni hvers einstaklings og einhvers konar feðraveldishugsun um samfélagið sem fjölskyldu þar sem velviljaðir patríarkar tryggja hagsmuni heildarinnar. Fortíðarþráin er sterkur þráður hjá talsmönnum feðraveldisins. Gullöld þeirra var þegar völd á sviði viðskipta, stjórnmála og stjórnsýslu fóru saman í höndum aðila sem greiddu sína tíund til sömu stjórnmálaflokkanna, héldu við hóflegri samkeppni og handvöldu þá sem fengu að njóta úthlutana á takmörkuðum sameiginlegum gæðum. Á yfirborðinu ríkti sæmilegur friður enda kapítalistarnir að sögn bæði þjóðhollir og velviljaðir. Þessi viðhorf birtast mjög skýrt í þeirri furðusögu sem reynt er að halda á lofti sem meginskýringu á bankahruninu hér á landi. Bönkunum var vissulega komið í hendur útvalinna eins og feðraveldisfyrirkomulagið gerir ráð fyrir og það skapaði hagsæld framan af enda hinum útvöldu sleppt lausum eins og kúm að vori. En svo ku vondir menn hafa komist yfir hluta bankanna með skelfilegum afleiðingum. Með þessu ævintýri er horft framhjá þeirri staðreynd að regluverkið sem tryggja átti hagsmuni almennings óháð eignarhaldi bankanna brást. Sú stefna að byggja risavaxið alþjóðlegt bankakerfi á fljótandi örmynt bar feigðina með sér. Andspænis alþjóðavæddum viðskiptum og fjármálamarkaði er hugmyndafræði feðraveldisins um „rétt eignarhald“ haldlaus vörn fyrir hagsmuni almennings. Og eðlilega fóru „viðvaranir“ yfirmanns Seðlabankans sem bar formlega ábyrgð á fjármálastöðugleika fyrir ofan garð og neðan þar sem þær snerust um einstaklinga og hegðun þeirra í stað þess að innihalda faglegar og efnislegar tillögur og ábendingar um viðbrögð stofnana og eftirlitskerfisins. Umræða um fjárfestingu einkaaðila í atvinnulífi og jarðnæði þar sem þjóðerni fjárfestisins er í forgrunni fremur en þeir almannahagsmunir sem í húfi gætu verið og hvernig þeir eru tryggðir er af sama meiði. Geti landeigandi brotið gegn hagsmunum eða réttindum almennings í krafti einkaeignar sinnar er það sjálfstætt úrlausnarefni óháð þjóðerni eigandans. Í stað þess að greina hvaða áhrif þjóðerni fjárfestis hefur á skilgreinda almannahagsmuni yfirskyggja rökin um að viðkomandi eigi að vera „einn af okkur“ á stundum röklega umræðu. Þegar á reynir gætu þjóðernis- eða fjölskyldutengsl reynst hagsmunum almennings haldlítil vörn séu almenn lög og reglur ekki til staðar. Hér ætti sagan af bankahruninu að hafa kennt okkur eitthvað. Áherslan á „rétta fólkið“ frekar en hinar almennu og gagnsæju leikreglur tekur á sig alvarlegastar myndir hjá þeim sem telja sig hafa rambað á sannleikann og réttlætið eða þykjast eiga sjálfsagt og eðlilegt tilkall til valda í samfélaginu. Er hagsmunum náttúrunnar betur borgið með því að „réttsýnn“ umhverfisráðherra hafi geðþóttavald til að stöðva eða leyfa tilteknar framkvæmdir eða með faglegu vinnuferli á borð við rammaáætlun um vernd og nýtingu þar sem Alþingi setur að lokum ramma? Er eðlilegt að vera með löggjöf með altækum bönnum en um leið víðtækt vald ráðherra til að veita algerar undanþágur sem beita má í nafni hins réttláta heimilisföður. Átökin um aðild að Evrópusambandinu skiptast í grófum dráttum eftir sömu línum. Þeir sem vilja tryggja opið samfélag, samkeppni og hagsmuni almennings með almennum gagnsæjum leikreglum sem gilda jafnt fyrir alla sjá ESB ekki sem ógn. Fulltrúar feðraveldishugsunar vilja dyrnar að sínu heimili luktar og ríkja að baki þeim óáreittir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig eru hagsmunir almennings best tryggðir? Er það með gagnsæju og skilvirku regluverki og eftirliti án mismununar eða er mikilvægast að tryggja að eignarhald og völd liggi hjá „réttum“ aðilum? Þessi virka átakalína í íslenskum stjórnmálum litar afstöðu til mála allt frá erlendum fjárfestingum og auðlindastefnu til aðildar að ESB og skýrir hvers vegna hefðbundnir pólitískir andstæðingar ná saman um afstöðu til helstu álitamála samtímans. Þarna takast á frjálslyndari sjónarmið um réttarríkið sem stendur vörð um réttindi og hagsmuni hvers einstaklings og einhvers konar feðraveldishugsun um samfélagið sem fjölskyldu þar sem velviljaðir patríarkar tryggja hagsmuni heildarinnar. Fortíðarþráin er sterkur þráður hjá talsmönnum feðraveldisins. Gullöld þeirra var þegar völd á sviði viðskipta, stjórnmála og stjórnsýslu fóru saman í höndum aðila sem greiddu sína tíund til sömu stjórnmálaflokkanna, héldu við hóflegri samkeppni og handvöldu þá sem fengu að njóta úthlutana á takmörkuðum sameiginlegum gæðum. Á yfirborðinu ríkti sæmilegur friður enda kapítalistarnir að sögn bæði þjóðhollir og velviljaðir. Þessi viðhorf birtast mjög skýrt í þeirri furðusögu sem reynt er að halda á lofti sem meginskýringu á bankahruninu hér á landi. Bönkunum var vissulega komið í hendur útvalinna eins og feðraveldisfyrirkomulagið gerir ráð fyrir og það skapaði hagsæld framan af enda hinum útvöldu sleppt lausum eins og kúm að vori. En svo ku vondir menn hafa komist yfir hluta bankanna með skelfilegum afleiðingum. Með þessu ævintýri er horft framhjá þeirri staðreynd að regluverkið sem tryggja átti hagsmuni almennings óháð eignarhaldi bankanna brást. Sú stefna að byggja risavaxið alþjóðlegt bankakerfi á fljótandi örmynt bar feigðina með sér. Andspænis alþjóðavæddum viðskiptum og fjármálamarkaði er hugmyndafræði feðraveldisins um „rétt eignarhald“ haldlaus vörn fyrir hagsmuni almennings. Og eðlilega fóru „viðvaranir“ yfirmanns Seðlabankans sem bar formlega ábyrgð á fjármálastöðugleika fyrir ofan garð og neðan þar sem þær snerust um einstaklinga og hegðun þeirra í stað þess að innihalda faglegar og efnislegar tillögur og ábendingar um viðbrögð stofnana og eftirlitskerfisins. Umræða um fjárfestingu einkaaðila í atvinnulífi og jarðnæði þar sem þjóðerni fjárfestisins er í forgrunni fremur en þeir almannahagsmunir sem í húfi gætu verið og hvernig þeir eru tryggðir er af sama meiði. Geti landeigandi brotið gegn hagsmunum eða réttindum almennings í krafti einkaeignar sinnar er það sjálfstætt úrlausnarefni óháð þjóðerni eigandans. Í stað þess að greina hvaða áhrif þjóðerni fjárfestis hefur á skilgreinda almannahagsmuni yfirskyggja rökin um að viðkomandi eigi að vera „einn af okkur“ á stundum röklega umræðu. Þegar á reynir gætu þjóðernis- eða fjölskyldutengsl reynst hagsmunum almennings haldlítil vörn séu almenn lög og reglur ekki til staðar. Hér ætti sagan af bankahruninu að hafa kennt okkur eitthvað. Áherslan á „rétta fólkið“ frekar en hinar almennu og gagnsæju leikreglur tekur á sig alvarlegastar myndir hjá þeim sem telja sig hafa rambað á sannleikann og réttlætið eða þykjast eiga sjálfsagt og eðlilegt tilkall til valda í samfélaginu. Er hagsmunum náttúrunnar betur borgið með því að „réttsýnn“ umhverfisráðherra hafi geðþóttavald til að stöðva eða leyfa tilteknar framkvæmdir eða með faglegu vinnuferli á borð við rammaáætlun um vernd og nýtingu þar sem Alþingi setur að lokum ramma? Er eðlilegt að vera með löggjöf með altækum bönnum en um leið víðtækt vald ráðherra til að veita algerar undanþágur sem beita má í nafni hins réttláta heimilisföður. Átökin um aðild að Evrópusambandinu skiptast í grófum dráttum eftir sömu línum. Þeir sem vilja tryggja opið samfélag, samkeppni og hagsmuni almennings með almennum gagnsæjum leikreglum sem gilda jafnt fyrir alla sjá ESB ekki sem ógn. Fulltrúar feðraveldishugsunar vilja dyrnar að sínu heimili luktar og ríkja að baki þeim óáreittir.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar