„Þetta kom skemmtilega á óvart. Það er nú ekki svo oft sem okkur er hrósað og sjálfur lít ég á aðstoð lögreglunnar við borgarana sem sjálfsagðan hlut,“ segir lögreglumaðurinn Jóhann Birkir Guðmundsson sem í fyrradag hlaut heiðursverðlaun Stúdentaráðs.
Upphaf málsins fá rekja til hjálpsemi lögreglumannsins fyrr í vikunni. Þá varð ungur námsmaður fyrir því óláni að bifreið hans varð bensínlaus í morgunumferðinni á Miklubraut. Hann var á leið í próf og mátti því engan tíma missa. Manninum til happs kom Jóhann Birkir honum til aðstoðar og ók með hann á næstu bensínstöð til að sækja nokkra lítra af bensíni. Að því loknu var námsmanninum ekið aftur að bílnum. Þar var bensíninu hellt á tankinn og síðan hélt maðurinn áleiðis í prófið.
Fyrir þessa greiðvikni veitti Stúdentaráð Jóhann Birki heiðursverðlaun ráðsins. Þess má geta að Jóhann Birkir, sem er einn marga ungra og efnilegra lögreglumanna sem við eigum, útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins á síðasta ári.- jss
Ung lögga fékk heiðurverðlaun
