Spjaldtölvan stóð undir væntingum 28. desember 2011 09:00 Spjaldtölvurnar seldust vel í verslunum Tölvulistans, þar sem Gunnar Jónsson starfar. fréttablaðið/GVA „Ég get alveg fullyrt að spjaldtölvur voru mikið keyptar í jólagjafir, rétt eins og spáð hafði verið," segir Gunnar Jónsson, sölustjóri Tölvulistans. Spjaldtölvan var jólagjöfin í ár að mati sérskipaðs hóps neyslu- og neytendafrömuða Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hópurinn virðist hafa hitt naglann á höfuðið, í það minnsta samkvæmt Gunnari í Tölvulistanum, sem segir spjaldtölvuna hafa verið mjög vinsæla í desember. „Það er rosaleg aukning á milli ára í sölu á spjaldtölvum. Mikill áhugi og mikil sala." Gunnar segir Apple iPad og spjaldtölvur frá Asus hafa verið vinsælastar, þó að sú fyrrnefnda taki eflaust fyrsta sætið. Vilhjálmur Marinósson hjá versluninni Tölvuvirkni tekur í sama streng og segir spjaldtölvuna hafa selst mjög vel. „Við seldum miklu meira en stóð til," segir hann. „Þetta var klárlega jólagjöfin í ár. Að mínu mati. Ódýrari vélar voru aðallega keyptar. Fólk var ekkert í þessum dýru." Það eru þó ekki allir á sama máli, en Sigurður Helgi Ellertsson hjá versluninni Macland segir iPad-spjaldtölvuna ekki hafa selst neitt sérstaklega vel. „iPhone var miklu vinsælli," segir hann. „Fólk beið ekkert í röðum eftir iPad."- afb Lífið Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Ég get alveg fullyrt að spjaldtölvur voru mikið keyptar í jólagjafir, rétt eins og spáð hafði verið," segir Gunnar Jónsson, sölustjóri Tölvulistans. Spjaldtölvan var jólagjöfin í ár að mati sérskipaðs hóps neyslu- og neytendafrömuða Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hópurinn virðist hafa hitt naglann á höfuðið, í það minnsta samkvæmt Gunnari í Tölvulistanum, sem segir spjaldtölvuna hafa verið mjög vinsæla í desember. „Það er rosaleg aukning á milli ára í sölu á spjaldtölvum. Mikill áhugi og mikil sala." Gunnar segir Apple iPad og spjaldtölvur frá Asus hafa verið vinsælastar, þó að sú fyrrnefnda taki eflaust fyrsta sætið. Vilhjálmur Marinósson hjá versluninni Tölvuvirkni tekur í sama streng og segir spjaldtölvuna hafa selst mjög vel. „Við seldum miklu meira en stóð til," segir hann. „Þetta var klárlega jólagjöfin í ár. Að mínu mati. Ódýrari vélar voru aðallega keyptar. Fólk var ekkert í þessum dýru." Það eru þó ekki allir á sama máli, en Sigurður Helgi Ellertsson hjá versluninni Macland segir iPad-spjaldtölvuna ekki hafa selst neitt sérstaklega vel. „iPhone var miklu vinsælli," segir hann. „Fólk beið ekkert í röðum eftir iPad."- afb
Lífið Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira