Isavia leyft að svara til um fangaflug CIA Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. desember 2011 02:30 Í kjallara skráningarstofu leyndarupplýsinga, ORNISS, í Búkarest rak bandaríska leyniþjónustan CIA leynifangelsi á árunum 2003 til 2006 og yfirheyrði grunaða hryðjuverkamenn. Fréttablaðið/AP Innanríkisráðuneytið hefur heimilað Isavia að svara fyrirspurn tveggja mannréttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA á íslensku umráðasvæði. Ísland var á svörtum lista yfir lönd sem engu höfðu svarað í áfangaskýrslunni „Rendition on Record" sem út kom í desember. Helmingur Evrópulanda hunsaði algjörlega upplýsingabeiðni samtakanna, en óhóflegur dráttur var sagður orðinn á svari frá Íslandi. Samtökin sem kalla eftir upplýsingum um fangaflugið heita Reprieve og Access Info Europe. Þau vilja sýna fram á umfang flutnings CIA með fanga til staða þar sem þeir kunni að hafa verið pyntaðir. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að nú þegar heimild ráðuneytisins liggi fyrir verði farið í þá vinnu að svara fyrirspurn samtakanna. Svarið verði þó ekki hrist fram úr erminni því nokkuð þurfi að hafa fyrir því að sækja umbeðnar upplýsingar. „Þessir aðilar sendu okkur langan lista af skráningarnúmerum flugvéla, sem þýðir að leita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. Og það er handavinna sem tekur einhvern tíma," segir Friðþór. Að því loknu verði samtökunum sent svar. „Við klárum væntanlega snemma á nýju ári." Í flugumferðarstjórnargögnum sem Isavia hefur aðgang að má sjá bæði ferðir umræddra flugvéla í íslenskri lofthelgi og hvort og þá hvar þær kunna að hafa lent hér á landi. Bandaríkin, auk sex Evrópuríkja, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Írlands, Litháen og Noregs, svöruðu fyrirspurn samtakanna áður en kom til útgáfu áfangaskýrslunnar í desember. Fimm Evrópulönd segja upplýsingarnar ekki til, auk þess sem evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol, Portúgal og Svíþjóð (auk Kanada) hafa neitað að svara fyrirspurninni. Tólf ríki hafa engu svarað en Íslendingar höfðu sagt að fyrirspurnin væri í ferli. Um þrír mánuðir eru síðan samtökin sendu fyrirspurn sína, en fram hefur komið að hún hafi fyrst farið til Flugmálastjórnar, sem áframsendi hana á Isavia, sem aftur vísaði því til innanríkisráðuneytisins hvort svara mætti fyrirspurninni. Sú heimild fékkst í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur heimilað Isavia að svara fyrirspurn tveggja mannréttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA á íslensku umráðasvæði. Ísland var á svörtum lista yfir lönd sem engu höfðu svarað í áfangaskýrslunni „Rendition on Record" sem út kom í desember. Helmingur Evrópulanda hunsaði algjörlega upplýsingabeiðni samtakanna, en óhóflegur dráttur var sagður orðinn á svari frá Íslandi. Samtökin sem kalla eftir upplýsingum um fangaflugið heita Reprieve og Access Info Europe. Þau vilja sýna fram á umfang flutnings CIA með fanga til staða þar sem þeir kunni að hafa verið pyntaðir. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að nú þegar heimild ráðuneytisins liggi fyrir verði farið í þá vinnu að svara fyrirspurn samtakanna. Svarið verði þó ekki hrist fram úr erminni því nokkuð þurfi að hafa fyrir því að sækja umbeðnar upplýsingar. „Þessir aðilar sendu okkur langan lista af skráningarnúmerum flugvéla, sem þýðir að leita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. Og það er handavinna sem tekur einhvern tíma," segir Friðþór. Að því loknu verði samtökunum sent svar. „Við klárum væntanlega snemma á nýju ári." Í flugumferðarstjórnargögnum sem Isavia hefur aðgang að má sjá bæði ferðir umræddra flugvéla í íslenskri lofthelgi og hvort og þá hvar þær kunna að hafa lent hér á landi. Bandaríkin, auk sex Evrópuríkja, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Írlands, Litháen og Noregs, svöruðu fyrirspurn samtakanna áður en kom til útgáfu áfangaskýrslunnar í desember. Fimm Evrópulönd segja upplýsingarnar ekki til, auk þess sem evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol, Portúgal og Svíþjóð (auk Kanada) hafa neitað að svara fyrirspurninni. Tólf ríki hafa engu svarað en Íslendingar höfðu sagt að fyrirspurnin væri í ferli. Um þrír mánuðir eru síðan samtökin sendu fyrirspurn sína, en fram hefur komið að hún hafi fyrst farið til Flugmálastjórnar, sem áframsendi hana á Isavia, sem aftur vísaði því til innanríkisráðuneytisins hvort svara mætti fyrirspurninni. Sú heimild fékkst í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira