Samtaka nú Thor Vilhjálmsson skrifar 17. febrúar 2011 06:00 Í erfidrykkju mikillar sæmdarkonu í sinni sveit sem allir lofuðu daglangt í ræðum og skálum þá kvaddi sér hljóðs héraðsskáld sem menn væntu hjá fagurrar slaufu á ræðuhöldin. Í ræðu sinni gat hann þess, þegar hann sló fram sínu trompspili mærðar, að svo hefði konan verið mikil og merk, að hún hefði jafnvel haft mannsvit. Hvernig hefði haldizt byggð á Íslandi ef konurnar hefðu ekki borið uppi allt og brugðizt við öllu sem kæmi upp á heima fyrir þegar karlarnir voru í verinu, í öðrum landshlutum iðulega? Þá voru konurnar nánast eins og í vísu Stephans G. Stephanssonar: „Löngum var ég læknir minn, / lögfræðingur, prestur, / smiður, kóngur, kennarinn,/ kerra, plógur hestur." Fyrir utan það að fæða sjálft lífið og fóstra það og skýla fyrir öllum áföllum; spá í veður, vita hvenær væri óhætt að senda barn á næsta bæ; finna á sér gestakomur, hvort það væri lífs eða liðið, kunna háttvísibrögð gagnvart draugum og koma forsendingum af sér, líka þegar ekki yrði beitt öðru en rétt kveðinni vísu, til að verja ríki sitt og afkvæmi og bú meðan maðurinn barðist á framandi slóðum í verinu við ofríki náttúrunnar og hafofsa þegar því var að skipta á litlum árabátum. Enn byggist allt hið dýrmætasta í lífinu og ævintýrum þess á konunum. Körlum verður oft áfátt með því að vanmeta atgervi kvenna. Og hlunnfara samfélagið með því að þær hafi ekki réttmæt tækifæri til að njóta sín til sameiginlegra heilla. Það ætti að vera keppikeflið: samstilling, gagnkvæm virðing. Og vinna þá til þess að verðskulda hana. Það er kannski farið að gleymast núna þetta sem var svo mikilvægt þegar bátar voru settir fram til að róa eftir lífsbjörg, fyrir utan sjóbænir. Þá var sagt: Samtaka nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Í erfidrykkju mikillar sæmdarkonu í sinni sveit sem allir lofuðu daglangt í ræðum og skálum þá kvaddi sér hljóðs héraðsskáld sem menn væntu hjá fagurrar slaufu á ræðuhöldin. Í ræðu sinni gat hann þess, þegar hann sló fram sínu trompspili mærðar, að svo hefði konan verið mikil og merk, að hún hefði jafnvel haft mannsvit. Hvernig hefði haldizt byggð á Íslandi ef konurnar hefðu ekki borið uppi allt og brugðizt við öllu sem kæmi upp á heima fyrir þegar karlarnir voru í verinu, í öðrum landshlutum iðulega? Þá voru konurnar nánast eins og í vísu Stephans G. Stephanssonar: „Löngum var ég læknir minn, / lögfræðingur, prestur, / smiður, kóngur, kennarinn,/ kerra, plógur hestur." Fyrir utan það að fæða sjálft lífið og fóstra það og skýla fyrir öllum áföllum; spá í veður, vita hvenær væri óhætt að senda barn á næsta bæ; finna á sér gestakomur, hvort það væri lífs eða liðið, kunna háttvísibrögð gagnvart draugum og koma forsendingum af sér, líka þegar ekki yrði beitt öðru en rétt kveðinni vísu, til að verja ríki sitt og afkvæmi og bú meðan maðurinn barðist á framandi slóðum í verinu við ofríki náttúrunnar og hafofsa þegar því var að skipta á litlum árabátum. Enn byggist allt hið dýrmætasta í lífinu og ævintýrum þess á konunum. Körlum verður oft áfátt með því að vanmeta atgervi kvenna. Og hlunnfara samfélagið með því að þær hafi ekki réttmæt tækifæri til að njóta sín til sameiginlegra heilla. Það ætti að vera keppikeflið: samstilling, gagnkvæm virðing. Og vinna þá til þess að verðskulda hana. Það er kannski farið að gleymast núna þetta sem var svo mikilvægt þegar bátar voru settir fram til að róa eftir lífsbjörg, fyrir utan sjóbænir. Þá var sagt: Samtaka nú.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun