Blake Griffin varð fyrsti nýliðinn til að vera valinn í Stjörnuleikinn síðan að Kínverjinn Yao Ming var kosinn í Stjörnuleikinn árið 2003. Stjörnuleikurinn verður spilaður á heimavelli Giffin, Staples Center í Los Angeles Lakers, og fer fram 20. febrúar næstkomandi.
Fjórir leikmenn Boston Celtics komust í lið Austurdeildarinnar en auk Garnett eru þeir Rajon Rondo, Paul Pierce og Ray Allen í liðinu. Þeir jöfnuðu þar met met fjögurra leikmanna Detroit Pistons frá 2006 sem er eina liðið sem hefur einnig átt fjóra varamenn í Stjörnuleiknum. Chauncey Billups, Richard Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace voru valdir í stjörnuliðið fyrir fimm árum.
Boston og Detroit eru þó ekki einu liðin til að eiga fjóra stjörnuleikmenn en það áttu einnig lið Boston Celtics (1953, 1962 og 1975), Los Angeles Lakers Lakers (1962 og 1998) og Philadelphia 76ers (1983).
Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í Stjörnuliðið í þrettánda sinn og Chris Bosh, félagi þeirra LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami, var einnig valinn í liðið.
Það var örugglega mun erfiðara að velja varamennina vestan megin því sterkir leikmenn eins og Tony Parker, Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Zach Randolph og Lamar Odom sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni.
Stjörnulið NBA-deildarinnar 2011

Lið Austurdeildarinnar:
Byrjunarlið:
Derrick Rose, Chicago Bulls
Dwyane Wade, Miami Heat
LeBron James, Miami Heat
Amar'e Stoudemire, New York Knicks
Dwight Howard, Orlando Magic
Varamenn:
Ray Allen, Boston Celtics
Chris Bosh, Miami Heat
Kevin Garnett, Boston Celtics
Al Horford, Atlanta Hawks
Joe Johnson, Atlanta Hawks
Paul Pierce, Boston Celtics
Rajon Rondo, Boston Celtics
Þjálfari:
Doc Rivers (Boston Celtics)
Lið Vesturdeildarinnar:
Byrjunarlið:
Chris Paul, New Orleans Hornets
Kobe Bryant, Los Angeles Lakers
Kevin Durant, Oklahoma City Thunder
Carmelo Anthony, Denver Nuggets
Yao Ming, Houston Rockets (meiddur)
Varamenn:
Tim Duncan, San Antonio Spurs
Pau Gasol, Los Angeles Lakers
Manu Ginóbili, San Antonio Spurs
Blake Griffin, Los Angeles Clippers
Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks
Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder
Deron Williams, Utah Jazz
Þjálfari:
Gregg Popovich (San Antonio Spurs)