Njarðvík nálægt því að vinna meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2011 21:01 Jón Ólafur Jónsson í leik með Snæfelli. Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira