Bjargaði pilti upp úr Tjörninni: „Algjör heppni að ég sá hann“ Valur Grettisson skrifar 8. febrúar 2011 10:02 Mynd úr safni. „Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við. Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
„Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við.
Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41