Íslendingar koma fram sem fullvalda þjóð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2011 13:53 Bjarni Benediktsson. Mynd/ Pjetur. „Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag. Bjarni sagði að ef einhverjir héldu að þessir samningar þýddu að skattgreiðendur ætluðu að taka að sér skuldir einkafyrirtækja í stórum stíl hefðu þeir hinir sömu ekki séð stóra samhengi hlutanna. „Ísland er einmitt fyrirmynd þjóða í því að hafa ekki tekið skuldir bankakerfisins og gert að opinberum skuldum," sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti hins vegar á að Bretar, Hollendingar hefðu í stórum stíl látið ríkissjóð sinna landa taka yfir skuldir einkafyrirtækja. Icesave málið væri hins vegar allt annars eðlis. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, mótmælti hins vegar samningunum og sagðist ekki geta stutt þá. Íslendingar bæru alla ábyrgð á samningunum eins og þeir litu út, en Bretar og Hollendingar enga. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði áherslu á það að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og Hreyfingin myndi styðja breytingartillögur sem lúta að því. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi engu skila. Hann sagði að einörð barátta Indefence og málefnaleg umræða í þinginu hefðu leitt til gjörbreyttrar stöðu og samninga sem væru miklu betri en fyrri samningar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að þessi stund væri engin gleðistund. Aldrei hægt að fagna þessari niðurstöðu, en þetta væri engu að síður niðurstaða sem hefði fengist í málið. Hann segði já við henni. Icesave Tengdar fréttir Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
„Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag. Bjarni sagði að ef einhverjir héldu að þessir samningar þýddu að skattgreiðendur ætluðu að taka að sér skuldir einkafyrirtækja í stórum stíl hefðu þeir hinir sömu ekki séð stóra samhengi hlutanna. „Ísland er einmitt fyrirmynd þjóða í því að hafa ekki tekið skuldir bankakerfisins og gert að opinberum skuldum," sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti hins vegar á að Bretar, Hollendingar hefðu í stórum stíl látið ríkissjóð sinna landa taka yfir skuldir einkafyrirtækja. Icesave málið væri hins vegar allt annars eðlis. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, mótmælti hins vegar samningunum og sagðist ekki geta stutt þá. Íslendingar bæru alla ábyrgð á samningunum eins og þeir litu út, en Bretar og Hollendingar enga. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði áherslu á það að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og Hreyfingin myndi styðja breytingartillögur sem lúta að því. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi engu skila. Hann sagði að einörð barátta Indefence og málefnaleg umræða í þinginu hefðu leitt til gjörbreyttrar stöðu og samninga sem væru miklu betri en fyrri samningar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að þessi stund væri engin gleðistund. Aldrei hægt að fagna þessari niðurstöðu, en þetta væri engu að síður niðurstaða sem hefði fengist í málið. Hann segði já við henni.
Icesave Tengdar fréttir Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10