Launaleynd er lúaleg Svavar Knútur skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Ofbeldi finnst í margs konar myndum og formum, sýnilegum og torsýnilegum. Það er margbreytilegt hugtak og opið til túlkunar. Yfirborðskenndar skilgreiningar á ofbeldi eru gjarnan á líkamlega sviðinu. Ef það er ekki marblettur, laus tönn, brákað bein eða glóðarauga, þá var það ekki ofbeldi. Þessa skilgreiningu vilja margir halda sig við sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann, sem er að ofbeldi er ríkjandi samskiptaform á ótrúlega mörgum stöðum innan okkar samfélags. Ofbeldi er afskaplega fjölbreytilegt. Það getur verið andlegt, félagslegt, kynferðislegt, kerfisbundið og samfélagslegt, jafnvel fjárhagslegt. En allt ofbeldi miðar að því að halda þolandanum niðri og upphefja gerandann á kostnað hans. Það á ekki síður við um kynbundið ofbeldi. Kynbundið ofbeldi, bæði kerfisbundið og persónulegt, miðar alltaf að því að halda niðri hinu kyninu. Vissulega getur kynbundið ofbeldi gengið í báðar áttir, en í þessum pistli vil ég beina sjónum mínum að ofbeldi sem mest snýr að konum. Ofbeldi getur falist í sviptingu gæða eins og frelsis, matar, upplýsinga eða húsnæðis. Þannig geta fyrirtæki og stofnanir beitt fólk ofbeldi með því að halda frá því nauðsynlegum upplýsingum. Allt tal um frjálsan markað, markaðslausnir og frjálst val neytenda er algerlega innantómt ef gagnsæi nýtur ekki við í samfélagi og upplýsingar eru ekki uppi á borðinu. Til dæmis vinna mörg fyrirtæki hart að því að halda upplýsingum um starfsemi sína og vinnuhætti frá fólkinu í samfélaginu. Launaleyndin margumtalaða er skýrt dæmi um kerfisbundið kynbundið ofbeldi, þar sem vinnuveitendur þykjast hafa „hagsmuni einstaklinga" að leiðarljósi. Engu að síður er launaleyndin eitt sterkasta vopnið í því að halda niðri réttindum kvenna og halda aftur af jafnrétti kynjanna. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegri samkeppni við annað fólk ef allar nauðsynlegar upplýsingar um verðskuldun og vinnuframlag skortir? Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að laun skuli vera trúnaðarmál. Það er bara tæki til að hygla ákveðnum einstaklingum innan fyrirtækja og í raun eykur það enn frekar á tortryggni milli allra á vinnustað heldur en opinber og gegnsæ launastefna. Rétt eins og það er engin afsökun fyrir þvermóðsku og heimóttarskap að vera úr Mývatnssveit, þá er engin afsökun fyrir að líða eða ástunda ofbeldi, bara af því við erum mennsk. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi finnst í margs konar myndum og formum, sýnilegum og torsýnilegum. Það er margbreytilegt hugtak og opið til túlkunar. Yfirborðskenndar skilgreiningar á ofbeldi eru gjarnan á líkamlega sviðinu. Ef það er ekki marblettur, laus tönn, brákað bein eða glóðarauga, þá var það ekki ofbeldi. Þessa skilgreiningu vilja margir halda sig við sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann, sem er að ofbeldi er ríkjandi samskiptaform á ótrúlega mörgum stöðum innan okkar samfélags. Ofbeldi er afskaplega fjölbreytilegt. Það getur verið andlegt, félagslegt, kynferðislegt, kerfisbundið og samfélagslegt, jafnvel fjárhagslegt. En allt ofbeldi miðar að því að halda þolandanum niðri og upphefja gerandann á kostnað hans. Það á ekki síður við um kynbundið ofbeldi. Kynbundið ofbeldi, bæði kerfisbundið og persónulegt, miðar alltaf að því að halda niðri hinu kyninu. Vissulega getur kynbundið ofbeldi gengið í báðar áttir, en í þessum pistli vil ég beina sjónum mínum að ofbeldi sem mest snýr að konum. Ofbeldi getur falist í sviptingu gæða eins og frelsis, matar, upplýsinga eða húsnæðis. Þannig geta fyrirtæki og stofnanir beitt fólk ofbeldi með því að halda frá því nauðsynlegum upplýsingum. Allt tal um frjálsan markað, markaðslausnir og frjálst val neytenda er algerlega innantómt ef gagnsæi nýtur ekki við í samfélagi og upplýsingar eru ekki uppi á borðinu. Til dæmis vinna mörg fyrirtæki hart að því að halda upplýsingum um starfsemi sína og vinnuhætti frá fólkinu í samfélaginu. Launaleyndin margumtalaða er skýrt dæmi um kerfisbundið kynbundið ofbeldi, þar sem vinnuveitendur þykjast hafa „hagsmuni einstaklinga" að leiðarljósi. Engu að síður er launaleyndin eitt sterkasta vopnið í því að halda niðri réttindum kvenna og halda aftur af jafnrétti kynjanna. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegri samkeppni við annað fólk ef allar nauðsynlegar upplýsingar um verðskuldun og vinnuframlag skortir? Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að laun skuli vera trúnaðarmál. Það er bara tæki til að hygla ákveðnum einstaklingum innan fyrirtækja og í raun eykur það enn frekar á tortryggni milli allra á vinnustað heldur en opinber og gegnsæ launastefna. Rétt eins og það er engin afsökun fyrir þvermóðsku og heimóttarskap að vera úr Mývatnssveit, þá er engin afsökun fyrir að líða eða ástunda ofbeldi, bara af því við erum mennsk. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun