Játning Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 23. janúar 2011 06:00 Eins og góður og gegn plebbi er ég alltaf að leita að einhverju til að vera stoltur af. Það skiptir mig minna máli hvort afrekið sem ég er stoltur af megi á nokkurn hátt rekja til mín eða minnar vinnu. Besta leiðin til að útskýra þetta er með því að segja að ég er hinn dæmigerði maður sem fyllist stolti þegar íslenska handboltalandsliðinu gengur vel. Alveg frá því ég var lítill hef ég verið upptekinn af því hvað gerir Íslendinga sérstaka. Er það hesturinn, handboltinn, vatnið, viðskiptavit eða eitthvað annað? Oft hef ég staðið sjálfan mig að því að útskýra fyrir útlendingum hvað Ísland sé frábært á mörgum sviðum - að Ísland sé jafnvel ríki sem aðrar þjóðir geti tekið sér til fyrirmyndar. En oftast hef ég þurft að éta upp í mig montið. Yfirlýsingar um að á Íslandi sé lítil spilling eiga ekki við rök að styðjast. Mont um íslenska hestinn er innantómt hjal. Þá er viðskiptavit Íslendinga álíka mikið og hjá naggrísum. Ég held að það eina sem við getum státað okkur af er að á Íslandi hafa konur hlutfallslega meiri réttindi en í flestum öðrum löndum. Launamunur kynja er minni, atvinnuþátttaka meiri, kynbundið ofbeldi er ekki lengur feimnismál og konur hafa haslað sér völl í viðskiptum og stjórnmálum. Ég veit vel að björninn er ekki unninn, en fordæmi íslenskra kvenna er aðdáunarvert. Ég á líklega engan hlut í því sjálfur, ekki frekar en íslenska handboltalandsliðinu, en ég er stoltur af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ég skal stilla mig um mont - en mikið er ég stoltur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Öðlingurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Eins og góður og gegn plebbi er ég alltaf að leita að einhverju til að vera stoltur af. Það skiptir mig minna máli hvort afrekið sem ég er stoltur af megi á nokkurn hátt rekja til mín eða minnar vinnu. Besta leiðin til að útskýra þetta er með því að segja að ég er hinn dæmigerði maður sem fyllist stolti þegar íslenska handboltalandsliðinu gengur vel. Alveg frá því ég var lítill hef ég verið upptekinn af því hvað gerir Íslendinga sérstaka. Er það hesturinn, handboltinn, vatnið, viðskiptavit eða eitthvað annað? Oft hef ég staðið sjálfan mig að því að útskýra fyrir útlendingum hvað Ísland sé frábært á mörgum sviðum - að Ísland sé jafnvel ríki sem aðrar þjóðir geti tekið sér til fyrirmyndar. En oftast hef ég þurft að éta upp í mig montið. Yfirlýsingar um að á Íslandi sé lítil spilling eiga ekki við rök að styðjast. Mont um íslenska hestinn er innantómt hjal. Þá er viðskiptavit Íslendinga álíka mikið og hjá naggrísum. Ég held að það eina sem við getum státað okkur af er að á Íslandi hafa konur hlutfallslega meiri réttindi en í flestum öðrum löndum. Launamunur kynja er minni, atvinnuþátttaka meiri, kynbundið ofbeldi er ekki lengur feimnismál og konur hafa haslað sér völl í viðskiptum og stjórnmálum. Ég veit vel að björninn er ekki unninn, en fordæmi íslenskra kvenna er aðdáunarvert. Ég á líklega engan hlut í því sjálfur, ekki frekar en íslenska handboltalandsliðinu, en ég er stoltur af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ég skal stilla mig um mont - en mikið er ég stoltur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar