Barcelona verður án tveggja lykilmanna í kvöld þegar liðið mætir Osasuna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins fótbolta en þetta er fyrri leikur liðanna og fer leikur kvöldsins fram á heimavelli Barcelona.
Lionel Messi og Víctor Valdés eru báðir með flensu en það var heldur ekki öruggt að þeir yrðu í byrjunarliðinu hjá Pep Guardiola í þessum leik. Varamarkvörðurinn José Manuel Pinto hefur vanalega spilað bikarleiki liðsins og þá fékk Messi lengra jólafrí til þess að geta verið með fjölskyldu sinni í Argentínu yfir hátíðarnar.
Forráðamenn Barcelona búast við því að bæði Messi og Valdés verði með í fyrsta deildarleik liðsins á árinu 2012 sem verður á móti nágrönnunum í Espanyol um næstu helgi.
Real Madrid liðið lenti í vandræðum með Malaga í bikarnum í gær en náði að tryggja sér 3-2 sigur þrátt fyrir að vera 0-2 undir þegar minna en hálftími var eftir af leiknum.
Messi og Valdés veikir - missa af leiknum í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn





Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn

