Fótbolti

Íþróttastjóri Bayern: Eigendur Man. City og Chelsea eins og börn

Christian Nerlinger.
Christian Nerlinger.
Christian Nerlinger, íþróttastjóri Bayern Munchen, er alls ekki hrifinn af eigendum Man. City og Chelsea sem hann líkir við börn.

"Við viljum ekki hafa sama viðskiptamódel og Man. City. Við viljum ekki 22 heimsklassamenn og skuldabagga sem stækkar sífellt. Við viljum jafnvægi í okkar leikmannahópi," sagði Nerlinger.

"Það er engin þolinmæði í knattspyrnuheiminum lengur. Ef Abramovich [eigandi Chelsea] eyðir 100 milljónum evra árlega þá vill hann að sjálfsögðu vinna Meistaradeildina. Þetta er samt ekki svona einfalt. Það þarf margt að smella saman til þess að úr verði gott fótboltalið.

"Chelsea hefur sannað að það er ekki nóg að eyða endalausum peningum til þess að vinna Meistaradeildina. Það þarf meira til.

"Sama ruglið er í gangi hjá Man. City og hjá Chelsea. Stefna þessara félaga er glórulaus enda tapa þau endalaust af peningum. Ég á þrjá syni - fjögurra, tveggja og sjö vikna - og þeir hafa líka gaman af því að leika sér með dót," sagði Nerlinger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×