Innlent

Leggja fram frávísunartillögu

Mynd/Egill
Þingmenn allra flokka að Sjálfstæðisflokki undanskildum hafa nú lagt fram tillögu til rökstuddrar dagskrár þar sem lagt er til að Alþingi samþykki að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að afturkalla málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.

Þar kemur meðal annars fram að niðurfelling ákærunnar mundi fyrst og fremst eiga við ef í ljós kæmi að við útgáfu hefði verið byggt á „röngum forsendum í grundvallaratriðum eða fram kæmu nýjar upplýsingar sem röskuðu grundvelli máls." Í umræddu máli hafi ekkert slíkt komið fram.

„Engin slík beiðni hefur borist, hvorki frá saksóknara Alþingis né Landsdómi. Landsdómur hefur hins vegar hafnað með úrskurði kröfu um að vísa málinu frá í heild og standa því eftir fjögur atriði málshöfðunarinnar af sex óhögguð, samþykkir Alþingi að málinu verði vísað frá og tekið verði fyrir næsta mál á dagskrá."

Tillöguna leggja fram þau Magnús Orri Schram, Eygló Harðardóttir, Birgitta Jónsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×