NBA: Clippers vann Oklahoma City | 8 sigrar í 9 leikjum hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2012 09:00 Chris Paul. Mynd/Nordic Photos/Getty Los Angeles Clippers sýndi styrk sinn með því að enda fjögurra leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í leik tveggja liða sem eru í efsta sætinu í sínum deildum í vestrinu. Miami Heat vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum og Chicago Bulls, Dallas Mavericks og an Antonio Spurs unnu öll leiki sína.Chris Paul var með 26 stig og 14 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 112-100 sigur á Oklahoma City Thunder í uppgjöri tveggja af bestu liðanna í Vesturdeildinni. Blake Griffin og Caron Butler voru báðir með 22 stig í þessum þriðja sigri Clippers í röð. Kevin Durant var með 36 stig og 13 fráköst og Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Thunder sem var búið að vinna fjóra leiki í röð og 11 af síðustu 12 leikjum sínum.LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 22 stig í 109-95 sigri Miami Heat á New Orleans Hornets en James var einnig með 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 14 stig og þeir Chris Bosh og Norris Cole voru báðir með 12 stig. Jarrett Jack og Carl Landry voru stigahæstir hjá Hornets-liðinu með 14 stig hvor.Derrick Rose skoraði 35 stig þegar Chicago Bulls vann 98-88 sigur á Washington Wizards. Carlos Boozer var með 18 stig og Kyle Korver skoraði 17 stig. Bulls-liðið er áfram með bestan árangurinn í Austurdeildinni, 18 sigra í 23 leikjum. Rose hefur nú skorað 34 stig eða meira í síðustu þremur leikjum. John Wall var stigahæstur hjá Washington með 20 stig.Delonte West var með 25 stig þegar Dallas Mavericks vann 122-99 sigur á Phoenix Suns. Jason Kidd og Steve Nash léku ekki með liðum sínum í nótt. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir Dallas og Shawn Marion var með 20 stig. Dirk Nowitzki lét sér nægja að skora 10 stig í sínum öðrum leik eftir fjögurra leikja hvíldina á dögunum.Andre Iguodala var með 14 stig og 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers hélt áfram góðu gengi sínu og vann 74-69 sigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Philadelphia í röð. Dwight Howard var með 17 stig og 11 fráköst í fjórða tapi Orlando í röð en Ryan Anderson bætti við 14 stigum og 20 fráköstum.Michael Beasley skoraði 34 stig og Ricky Rubio var með 18 stig og 11 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann Houston Rockets, 120-108. Kevin Love var með 29 stig en Kevin Martin skoraði mest fyrir Houston eða 29 stig. Þetta var aðeins annað tap Houston í síðustu ellefu leikjum.Matt Bonner var með 15 stig og Tim Duncan skoraði 14 stig þegar San Antionio Spurs vann 83-73 útisigur á Memphis Grizzlies. Þetta var fjórða tap Memphis í röð. Nýliðinn Kawhi Leonard var með 12 stig og 10 fráköst hjá Spurs en O.J. Mayo skoraði mest fyrir Memphis eða 17 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Ricky RubioMynd/APPhiladelphia 76Ers - Orlando Magic 74-69 Washington Wizards - Chicago Bulls 88-98 Miami Heat - New Orleans Hornets 109-95 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 103-82 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 73-83 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 108-120 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 93-89 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-122 Los Angeles Clippers - Oklahoma City Thunder 112-100Staðan í deildinni: Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Los Angeles Clippers sýndi styrk sinn með því að enda fjögurra leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í leik tveggja liða sem eru í efsta sætinu í sínum deildum í vestrinu. Miami Heat vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum og Chicago Bulls, Dallas Mavericks og an Antonio Spurs unnu öll leiki sína.Chris Paul var með 26 stig og 14 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 112-100 sigur á Oklahoma City Thunder í uppgjöri tveggja af bestu liðanna í Vesturdeildinni. Blake Griffin og Caron Butler voru báðir með 22 stig í þessum þriðja sigri Clippers í röð. Kevin Durant var með 36 stig og 13 fráköst og Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Thunder sem var búið að vinna fjóra leiki í röð og 11 af síðustu 12 leikjum sínum.LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 22 stig í 109-95 sigri Miami Heat á New Orleans Hornets en James var einnig með 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 14 stig og þeir Chris Bosh og Norris Cole voru báðir með 12 stig. Jarrett Jack og Carl Landry voru stigahæstir hjá Hornets-liðinu með 14 stig hvor.Derrick Rose skoraði 35 stig þegar Chicago Bulls vann 98-88 sigur á Washington Wizards. Carlos Boozer var með 18 stig og Kyle Korver skoraði 17 stig. Bulls-liðið er áfram með bestan árangurinn í Austurdeildinni, 18 sigra í 23 leikjum. Rose hefur nú skorað 34 stig eða meira í síðustu þremur leikjum. John Wall var stigahæstur hjá Washington með 20 stig.Delonte West var með 25 stig þegar Dallas Mavericks vann 122-99 sigur á Phoenix Suns. Jason Kidd og Steve Nash léku ekki með liðum sínum í nótt. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir Dallas og Shawn Marion var með 20 stig. Dirk Nowitzki lét sér nægja að skora 10 stig í sínum öðrum leik eftir fjögurra leikja hvíldina á dögunum.Andre Iguodala var með 14 stig og 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers hélt áfram góðu gengi sínu og vann 74-69 sigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Philadelphia í röð. Dwight Howard var með 17 stig og 11 fráköst í fjórða tapi Orlando í röð en Ryan Anderson bætti við 14 stigum og 20 fráköstum.Michael Beasley skoraði 34 stig og Ricky Rubio var með 18 stig og 11 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann Houston Rockets, 120-108. Kevin Love var með 29 stig en Kevin Martin skoraði mest fyrir Houston eða 29 stig. Þetta var aðeins annað tap Houston í síðustu ellefu leikjum.Matt Bonner var með 15 stig og Tim Duncan skoraði 14 stig þegar San Antionio Spurs vann 83-73 útisigur á Memphis Grizzlies. Þetta var fjórða tap Memphis í röð. Nýliðinn Kawhi Leonard var með 12 stig og 10 fráköst hjá Spurs en O.J. Mayo skoraði mest fyrir Memphis eða 17 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Ricky RubioMynd/APPhiladelphia 76Ers - Orlando Magic 74-69 Washington Wizards - Chicago Bulls 88-98 Miami Heat - New Orleans Hornets 109-95 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 103-82 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 73-83 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 108-120 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 93-89 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-122 Los Angeles Clippers - Oklahoma City Thunder 112-100Staðan í deildinni: Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira