Gylfi: Skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 08:00 „Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
„Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00