"Tárið sýnir að ég er enn grátandi inn í mér," sagði Amar'e Stoudemire, leikmaður NY Knicks. Hann hefur látið húðflúra tár undir hægra augað í minningu bróður síns.
Bróðir hans, Hazell, lést í bílslysi í Flórída í síðustu viku. Stoudemire missti af fjórum leikjum með Knicks þar sem hann fór til Flórída að syrgja með fjölskyldunni.
"Það er erfitt að útskýra hversu nánir við vorum. Hann var mín föðurímynd og lærifaðir í lífinu. Hann á stóran hluta af mínum árangri og ég græt stanslaust inn í mér."
Leikurinn gegn Raptors í gær var fyrsti leikur Stoudemire með Knicks eftir andlát Hazell.
Lét húðflúra á sig tár undir augað

Mest lesið


Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
