NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða Lin gegn Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2012 11:00 Lin í baráttunni við Kobe Bryant. Nordic Photos / Getty Images Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85. Lin hefur átt lygilega viku. Hann fékk óvænt tækifæri hjá Mike D'Antoni í byrjunarliði New York fyrir viku síðan og nýtti það heldur betur vel. Hann skoraði þá 25 stig í sigri liðsins á New Jersey og svo 29 stig í næsta leik gegn Utah. En leikurinn í nótt toppaði allt. Hann var algjörlega óstöðvandi, skoraði sem fyrr segir 38 stig og gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Hann hefur nú skorað 89 stig í fyrstu þremur byrjunarliðsleikjum á ferlinum sem er það mesta síðan að ABA- og NBA-deildirnar voru sameinaðar árið 1976. Þetta var fjórði sigur Knicks í röð þrátt fyrir að þá vanti bæði Carmelo Anthony og Amar'e Stoudemire. Lin hefur einfaldlega verið allt í öllu en næst stigahæsti leikmaður liðsins í gær var Iman Shumpert með tólf stig. Kobe Bryant reyndi hvað hann gat í leiknum til að halda sínum mönnum á floti. Hann skoraði 34 stig en var með slæma skotnýtingu og hitti úr aðeins ellefu af 29 skotum sínum úr opnu spili. Pau Gasol var með sextán stig og tíu fráköst en Andrew Bynum átti skelfilegan leik og skoraði aðeins þrjú stig. Oklahoma City vann Utah, 101-87, þar sem að Russell Westbrook skoraði 28 stig og Kevin Durant nítján. Utah hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Chicago vann Charlotte, 95-64, þó svo að Derrick Rose hafi verið frá vegna meiðsla. Joakim Noah skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst en fyrirstaðan var ekki mikil í leiknum enda Charlotte með verstan árangur allra liða í NBA-deildinni. Dallas vann Minnesota, 104-97. Kevin Love spilaði með Minnesota á ný eftir tveggja leikja bann en mátti játa sig sigraðan gegn Dirk Nowitzky og félögum. Dirk skoraði 33 stig en Love 32.Úrslit næturinnar: Toronto - Boston 86-74 Philadelphia - LA Clippers 77-78 Washington - Miami 89-106 Charlotte - Chicago 64-95 Orlando - Atlanta 87-89 Detroit - New Jersey 109-92 Cleveland - Milwaukee 112-113 New York - LA Lakers 92-85 Memphis - Indiana 98-92 New Orleans - Portland 86-94 Minnesota - Dallas 97-104 Utah - Oklahoma City 87-101 NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85. Lin hefur átt lygilega viku. Hann fékk óvænt tækifæri hjá Mike D'Antoni í byrjunarliði New York fyrir viku síðan og nýtti það heldur betur vel. Hann skoraði þá 25 stig í sigri liðsins á New Jersey og svo 29 stig í næsta leik gegn Utah. En leikurinn í nótt toppaði allt. Hann var algjörlega óstöðvandi, skoraði sem fyrr segir 38 stig og gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Hann hefur nú skorað 89 stig í fyrstu þremur byrjunarliðsleikjum á ferlinum sem er það mesta síðan að ABA- og NBA-deildirnar voru sameinaðar árið 1976. Þetta var fjórði sigur Knicks í röð þrátt fyrir að þá vanti bæði Carmelo Anthony og Amar'e Stoudemire. Lin hefur einfaldlega verið allt í öllu en næst stigahæsti leikmaður liðsins í gær var Iman Shumpert með tólf stig. Kobe Bryant reyndi hvað hann gat í leiknum til að halda sínum mönnum á floti. Hann skoraði 34 stig en var með slæma skotnýtingu og hitti úr aðeins ellefu af 29 skotum sínum úr opnu spili. Pau Gasol var með sextán stig og tíu fráköst en Andrew Bynum átti skelfilegan leik og skoraði aðeins þrjú stig. Oklahoma City vann Utah, 101-87, þar sem að Russell Westbrook skoraði 28 stig og Kevin Durant nítján. Utah hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Chicago vann Charlotte, 95-64, þó svo að Derrick Rose hafi verið frá vegna meiðsla. Joakim Noah skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst en fyrirstaðan var ekki mikil í leiknum enda Charlotte með verstan árangur allra liða í NBA-deildinni. Dallas vann Minnesota, 104-97. Kevin Love spilaði með Minnesota á ný eftir tveggja leikja bann en mátti játa sig sigraðan gegn Dirk Nowitzky og félögum. Dirk skoraði 33 stig en Love 32.Úrslit næturinnar: Toronto - Boston 86-74 Philadelphia - LA Clippers 77-78 Washington - Miami 89-106 Charlotte - Chicago 64-95 Orlando - Atlanta 87-89 Detroit - New Jersey 109-92 Cleveland - Milwaukee 112-113 New York - LA Lakers 92-85 Memphis - Indiana 98-92 New Orleans - Portland 86-94 Minnesota - Dallas 97-104 Utah - Oklahoma City 87-101
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti