Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. febrúar 2012 15:00 Love með verðlaunagripinn fína í nótt MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 75 leikmenn hafa hitt betur úr þriggja stiga skotum sínum á tímabilinu en Love sem hefur hitt úr 34,8% skota sinna utan þriggja stiga línunnar. Love hefur hitt úr 36,5% þriggja stiga skota sinna á þriggja ára ferli sínum í NBA. Love lét þessa tölfræði sig litlu varða í nótt. "Ef ég blóðgast ekki í leikjum er ég ósáttur við sjálfan mig," sagði Love eftir keppnina í nótt. "Ég fæ meira út úr því að berjast inni í teig en að spila fyrir utan hann en ég tel mig jafn góðan fyrir utan og inni í teig. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vil ég láta muna eftir mér sem kraftframherja." Love fékk 18 stig í fyrri umferð keppninnar í nótt líkt og Mario Chalmers og þurftu þeir því að keppa um að fá sæti í úrslitunum ásamt James Jones, sem hafði titil að verja, og Kevin Durant. Tæpara mátti það ekki vera því Chalmers steig á línuna í fjórða skoti sínu og Love því áfram. James Jones hitti manna best í fyrri umferðinni og fékk þá 22 stig en hann náði sér aldrei á strik í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins 12 stig. Baráttan var því á milli Love og Durant sem báðir fengu 16 stig í úrslitunum og því þurfti Love aftur að fara í bráðabana. Love fékk 17 stig í bráðabananum en Durant aðeins 14 og Love því sigurvegari kvöldsins. "Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Love. "Skotprósenta mín hefur kannski farið eitthvað niður á við en ég hitti 42% á síðasta tímabili. Ég var ekki hátt skrifaður fyrirfram, ég átti ekki von á að sigra menn eins og Kevin eða James Jones en ég var svo heppinn að þeir hittu ekki vel í lokin en hey, sigur er sigur," sagði kátur Kevin Love eftir sigurinn. NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 75 leikmenn hafa hitt betur úr þriggja stiga skotum sínum á tímabilinu en Love sem hefur hitt úr 34,8% skota sinna utan þriggja stiga línunnar. Love hefur hitt úr 36,5% þriggja stiga skota sinna á þriggja ára ferli sínum í NBA. Love lét þessa tölfræði sig litlu varða í nótt. "Ef ég blóðgast ekki í leikjum er ég ósáttur við sjálfan mig," sagði Love eftir keppnina í nótt. "Ég fæ meira út úr því að berjast inni í teig en að spila fyrir utan hann en ég tel mig jafn góðan fyrir utan og inni í teig. En þegar öllu er á botninn hvolft þá vil ég láta muna eftir mér sem kraftframherja." Love fékk 18 stig í fyrri umferð keppninnar í nótt líkt og Mario Chalmers og þurftu þeir því að keppa um að fá sæti í úrslitunum ásamt James Jones, sem hafði titil að verja, og Kevin Durant. Tæpara mátti það ekki vera því Chalmers steig á línuna í fjórða skoti sínu og Love því áfram. James Jones hitti manna best í fyrri umferðinni og fékk þá 22 stig en hann náði sér aldrei á strik í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins 12 stig. Baráttan var því á milli Love og Durant sem báðir fengu 16 stig í úrslitunum og því þurfti Love aftur að fara í bráðabana. Love fékk 17 stig í bráðabananum en Durant aðeins 14 og Love því sigurvegari kvöldsins. "Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Love. "Skotprósenta mín hefur kannski farið eitthvað niður á við en ég hitti 42% á síðasta tímabili. Ég var ekki hátt skrifaður fyrirfram, ég átti ekki von á að sigra menn eins og Kevin eða James Jones en ég var svo heppinn að þeir hittu ekki vel í lokin en hey, sigur er sigur," sagði kátur Kevin Love eftir sigurinn.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti