Fótbolti

Fyrsti leikur Margrétar Láru með Turbine Potsdam er í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Stefán
Margrét Lára Viðarsdóttir og nýju félagar hennar í Turbine Potsdam spila í dag sinn fyrsta leik eftir vetrarfrí þegar liðið sækir Hamburger SV heim. Turbine Potsdam er á toppi deildarinnar en Hamburger SV er í næstneðsta sæti.

Margrét Lára gekk til liðs við stórlið Turbine Potsdam eftir tímabilið í sænsku deildinni þar sem hún skoraði 16 mörk fyrir Kristianstad og varð markadrottning sænsku deildarinnar.

Hún samdi þarna við eitt sterkasta lið Evrópu en Turbine Potsdam hefur náð í 30 af 33 stigum í boði í þýsku deildinni á tímabilinu og er einnig komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Margrét Lára fékk ekki níuna eins og hún er vön en spilar þess í stað í treyju númer 29.

Leikur Hamburger SV og Turbine Potsdam hefst klukkan 15.00 að þýskum tíma sem er klukkan að tvö að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×