Fjórðungur afla í heiminum veiddur eftir kerfi sem Íslendingar hönnuðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2012 08:00 Um það bil fjórðungur af öllum sjávarafla í heiminum er nú veiddur í fiskveiðistjórnunarkerfum að íslenskri fyrirmynd. Þettta segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfðum mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem var öðrum þjóðum mikil fyrirmynd. Í heiminum í dag er um það bil 25 prósent af heimsaflanum veidd samkvæmt þessu kerfi sem við tókum ríkan þátt í að hanna og þróa. Ef Íslendingar vilja auka almenna velferð, velsæld og hagvöxt á Íslandi til framtíðar þá eru þeir að gera rangt með því að skaða þetta kerfi, skemma það eða breyta því á þann hátt sem núverandi stjórnarflokkar hafa lýst. Það er bara heimskulegt og það vinnur beinlínis gegn hagsmunum þeirra sem þeir segjast vera að vinna fyrir," segir Ragnar, en hann hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á hagrænum áhrifum veiða og vinnslu og þýðingu sjávarútvegsins sem grunnatvinnuvegs í íslensku atvinnulífi. Eins og fréttastofan hefur greint frá stóð sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja í kringum hann, undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands á árinu 2010. Unnið er að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ríkisstjórnin féll frá frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári í tíð Jóns Bjarnasonar og fól í sér grundvallar breytingar á núverandi kerfi. Á myndskeiði úr Klinkinu hér fyrir ofan ræðir Ragnar Árnason breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sjá má þáttinn í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Um það bil fjórðungur af öllum sjávarafla í heiminum er nú veiddur í fiskveiðistjórnunarkerfum að íslenskri fyrirmynd. Þettta segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfðum mjög gott fiskveiðistjórnunarkerfi á Íslandi sem var öðrum þjóðum mikil fyrirmynd. Í heiminum í dag er um það bil 25 prósent af heimsaflanum veidd samkvæmt þessu kerfi sem við tókum ríkan þátt í að hanna og þróa. Ef Íslendingar vilja auka almenna velferð, velsæld og hagvöxt á Íslandi til framtíðar þá eru þeir að gera rangt með því að skaða þetta kerfi, skemma það eða breyta því á þann hátt sem núverandi stjórnarflokkar hafa lýst. Það er bara heimskulegt og það vinnur beinlínis gegn hagsmunum þeirra sem þeir segjast vera að vinna fyrir," segir Ragnar, en hann hefur verið í fararbroddi í rannsóknum á hagrænum áhrifum veiða og vinnslu og þýðingu sjávarútvegsins sem grunnatvinnuvegs í íslensku atvinnulífi. Eins og fréttastofan hefur greint frá stóð sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja í kringum hann, undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands á árinu 2010. Unnið er að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ríkisstjórnin féll frá frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári í tíð Jóns Bjarnasonar og fól í sér grundvallar breytingar á núverandi kerfi. Á myndskeiði úr Klinkinu hér fyrir ofan ræðir Ragnar Árnason breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sjá má þáttinn í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira