Drógu lappirnar í dótturfélagavæðingu Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2012 10:57 Ingimundur Friðriksson, var einn af þremur bankastjórum Seðlabankans ásamt Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni heitnum. Ingimundur er nú búsettur í Osló. Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. Þetta kom fram í fundargerð samráðshóps um fjármálastöðugleika sem saksóknari Alþingis vitnaði til í skýrslutöku yfir Ingimundi Friðrikssyni fyrir Landsdómi. Málið snýst um ákærulið 1.4, þ.e flutning Icesave- dótturfélag. Fram kom í skýrslu Ingimundar að erlendu matsfyrirtækin hefðu á árinu 2006 gert athugasemdir við það að innlán væru of lítill hluti af skuldahlið efnahagsreikninga bankanna. Innlán hafi verið metin traust leið til fjármögnunar. IF vitnaði til þess að Landsbankinn hefði verið sá fyrsti sem hefði hafið söfnun innlána erlendis. Ingimundur sagðist aðspurður fyrst hafa fengið vitneskju um það á fyrri hluta árs 2008 að áhersla væri lögð á flutning Icesave í dótturfélag. Sigríður J. Friðjónsdóttir spurði hvort mönnum hafi ekki verið ljós hættan sem fylgdi innlánsreikningunum. Ingimundur sagði að öllum hefði verið ljóst að þessir reikningar væru hvikir. Umræða í fjölmiðlum hefði haft áhrif á hversu stöðugar þessar innistæður voru í Landsbankanum. Fór fram greining á áhættu vegna innistæðna? Ingimundur sagðist ekki minnast þess. Vitnað var til umræðu í samráðshóp um fjármálastöðugleika 22. júlí 2008. Fram kom í fundargerð hópsins að ferli á flutning í dótturfélag hafi ekki verið hafið og Landsbankinn hafi verið á móti því. Voru unnin viðbrögð vegna þessara upplýsinga? „Það kom okkur á óvart á þessum fundi í júlí að flutningurinn væri ekki hafinn af hálfu Landsbankans," sagði Ingimundur. Vitnað til þess að Ingimundur hafi spurt hvort þrýsta mætti á Landsbankamenn til að flytja reikningana með reglugerðar eða lagabreytingum. Sigríður spurði um þetta, hvort þarna hafi hann verið að spyrja hvort beita mætti valdi til að þrýsta á Landsbankann á að flytja þetta í dótturfélag, Ingimundur svaraði því játandi, en sagði að með spurningunni hafi hann viljað afla sér upplýsinga um það sem hægt var að gera, ekki að leggja þetta til. Voru uppi hugmyndir um að stöðva innlánasöfnun? „Ekki voru úrræði til þess. Það þarf auðvitað líka að setja þetta í samhengi við fjármögnun bankans. Þetta var orðinn stór þáttur í fjármögnun Landsbankans," sagði Ingimundur. Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði Ingimund um tölvupóst frá Landsbankanum frá 17. ágúst 2008 um helstu vandamál sem Landsbankamenn glímdu við við flutning á Icesave í dótturfélag. Áður hefur komið fram að FSA í Bretlandi gerði mjög stífar kröfur um flutning eigna til Bretlands ef reikningarnir ættu að fara í dótturfélag undir breska ábyrgð. Var eitthvað sem ákærði (Geir H. Haarde) gat gert til að flýta fyrir? Ingimundur sagði að ekki hefði komið til tals að leita til forsætisráðherra. Málið hefði fyrst og fremst verið á vettvangi Fjármálaeftirlitsins heima á Íslandi. Að lokinni skýrslutöku yfir Ingimundi var tekið stutt hlé. Ingimundur, sem er hagfræðingur að mennt eins og ákærði, fór út úr salnum og þeir mættust eitt augnablik í viðurvist fréttamanns, Geir og Ingimundur og tóku spjall saman. Ingimundur gaf ekki kost á viðtali, en fréttamanni tókst að yfirfara nokkur atriði með honum úr skýrslutökunni og gat hann staðfest að rétt væri haft eftir. Ingimundur fer síðan aftur utan, en hann er búsettur í Osló í dag. Landsdómur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. Þetta kom fram í fundargerð samráðshóps um fjármálastöðugleika sem saksóknari Alþingis vitnaði til í skýrslutöku yfir Ingimundi Friðrikssyni fyrir Landsdómi. Málið snýst um ákærulið 1.4, þ.e flutning Icesave- dótturfélag. Fram kom í skýrslu Ingimundar að erlendu matsfyrirtækin hefðu á árinu 2006 gert athugasemdir við það að innlán væru of lítill hluti af skuldahlið efnahagsreikninga bankanna. Innlán hafi verið metin traust leið til fjármögnunar. IF vitnaði til þess að Landsbankinn hefði verið sá fyrsti sem hefði hafið söfnun innlána erlendis. Ingimundur sagðist aðspurður fyrst hafa fengið vitneskju um það á fyrri hluta árs 2008 að áhersla væri lögð á flutning Icesave í dótturfélag. Sigríður J. Friðjónsdóttir spurði hvort mönnum hafi ekki verið ljós hættan sem fylgdi innlánsreikningunum. Ingimundur sagði að öllum hefði verið ljóst að þessir reikningar væru hvikir. Umræða í fjölmiðlum hefði haft áhrif á hversu stöðugar þessar innistæður voru í Landsbankanum. Fór fram greining á áhættu vegna innistæðna? Ingimundur sagðist ekki minnast þess. Vitnað var til umræðu í samráðshóp um fjármálastöðugleika 22. júlí 2008. Fram kom í fundargerð hópsins að ferli á flutning í dótturfélag hafi ekki verið hafið og Landsbankinn hafi verið á móti því. Voru unnin viðbrögð vegna þessara upplýsinga? „Það kom okkur á óvart á þessum fundi í júlí að flutningurinn væri ekki hafinn af hálfu Landsbankans," sagði Ingimundur. Vitnað til þess að Ingimundur hafi spurt hvort þrýsta mætti á Landsbankamenn til að flytja reikningana með reglugerðar eða lagabreytingum. Sigríður spurði um þetta, hvort þarna hafi hann verið að spyrja hvort beita mætti valdi til að þrýsta á Landsbankann á að flytja þetta í dótturfélag, Ingimundur svaraði því játandi, en sagði að með spurningunni hafi hann viljað afla sér upplýsinga um það sem hægt var að gera, ekki að leggja þetta til. Voru uppi hugmyndir um að stöðva innlánasöfnun? „Ekki voru úrræði til þess. Það þarf auðvitað líka að setja þetta í samhengi við fjármögnun bankans. Þetta var orðinn stór þáttur í fjármögnun Landsbankans," sagði Ingimundur. Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði Ingimund um tölvupóst frá Landsbankanum frá 17. ágúst 2008 um helstu vandamál sem Landsbankamenn glímdu við við flutning á Icesave í dótturfélag. Áður hefur komið fram að FSA í Bretlandi gerði mjög stífar kröfur um flutning eigna til Bretlands ef reikningarnir ættu að fara í dótturfélag undir breska ábyrgð. Var eitthvað sem ákærði (Geir H. Haarde) gat gert til að flýta fyrir? Ingimundur sagði að ekki hefði komið til tals að leita til forsætisráðherra. Málið hefði fyrst og fremst verið á vettvangi Fjármálaeftirlitsins heima á Íslandi. Að lokinni skýrslutöku yfir Ingimundi var tekið stutt hlé. Ingimundur, sem er hagfræðingur að mennt eins og ákærði, fór út úr salnum og þeir mættust eitt augnablik í viðurvist fréttamanns, Geir og Ingimundur og tóku spjall saman. Ingimundur gaf ekki kost á viðtali, en fréttamanni tókst að yfirfara nokkur atriði með honum úr skýrslutökunni og gat hann staðfest að rétt væri haft eftir. Ingimundur fer síðan aftur utan, en hann er búsettur í Osló í dag.
Landsdómur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira