Meiðsli Tiger Woods eru ekki alvarleg 13. mars 2012 10:15 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Getty Images / Nordic Photos Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Woods hætti keppni þegar hann var búinn með 11 holur af alls 18 á lokadeginum vegna verkja í hásin en hann hefur glímt við meiðsli á því svæði í nokkur misseri. Tiger mun hefja æfingar á ný í þessari viku og allar líkur á því að hann verði með á fyrsta stórmóti ársins – Mastersmótinu á Augusta sem hefst í byrjun apríl. Woods skrifaði á Twitter samskiptasíðuna í gær að hann hefði fengið góðar fréttir eftir að læknar höfðu skoða meiðslin. „Ég fékk góðar fréttir frá lækninum. Lítilsháttar tognun í hásin. Fer að slá golfbolta síðar í þessari viku og er bjartsýnn fyrir næstu viku," skrifaði Woods sem gæti tekið þátt á Bay Hill meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Woods meiddist á hásin á Mastersmótinu fyrir ári síðan og þau meiðsli héldu honum frá keppni í þrjá mánuði. Á þeim tíma missti hann af tveimur stórmótum. Hinn 36 ára gamli Woods hefur skráð sig til leiks á Arnold Palmer meistaramótinu á Bay Hill vellinum sem fram fer 22.-25. mars. Það er síðasta mótið sem Tiger tekur þátt í áður en kemur að Mastermótinu 5.-8. apríl. Golf Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Woods hætti keppni þegar hann var búinn með 11 holur af alls 18 á lokadeginum vegna verkja í hásin en hann hefur glímt við meiðsli á því svæði í nokkur misseri. Tiger mun hefja æfingar á ný í þessari viku og allar líkur á því að hann verði með á fyrsta stórmóti ársins – Mastersmótinu á Augusta sem hefst í byrjun apríl. Woods skrifaði á Twitter samskiptasíðuna í gær að hann hefði fengið góðar fréttir eftir að læknar höfðu skoða meiðslin. „Ég fékk góðar fréttir frá lækninum. Lítilsháttar tognun í hásin. Fer að slá golfbolta síðar í þessari viku og er bjartsýnn fyrir næstu viku," skrifaði Woods sem gæti tekið þátt á Bay Hill meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Woods meiddist á hásin á Mastersmótinu fyrir ári síðan og þau meiðsli héldu honum frá keppni í þrjá mánuði. Á þeim tíma missti hann af tveimur stórmótum. Hinn 36 ára gamli Woods hefur skráð sig til leiks á Arnold Palmer meistaramótinu á Bay Hill vellinum sem fram fer 22.-25. mars. Það er síðasta mótið sem Tiger tekur þátt í áður en kemur að Mastermótinu 5.-8. apríl.
Golf Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti