Seðlabankinn hefur þrjár vikur til að upplýsa um ástæðu húsleitar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. mars 2012 12:20 Mynd/Pjetur Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. Hátt í þrjátíu manns á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, tollstjóra og embættis sérstaks saksóknara framkvæmdu mjög umfangsmiklar húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Stjórn Samherja hefur ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða grundvelli húsleitin var framkvæmd en samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur rannsóknaraðili allt að þrjár vikur til að veita sakborgningi aðgang að gögnum. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði í viðtali við Stöð tvö í gær að rannsóknin byggðist meðal annars á viðskiptum félagsins með karfa í gegnum dótturfélag Samherja í Þýskalandi. Sjónvarpsþátturinn Kastljós fjallaði um málið í gær og var því haldið fram að Samherji hafi á síðustu árum selt afla til erlends dótturfélags á mun lægra verði en gengur og gerist í almennum viðskiptum og þar með brotið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga. Þorsteinn sagði hins vegar Seðlabankann hafa yfirfarið alla verkferla félagsins við sölu til útlanda og það hafi engin lög brotið. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fer með rannsókn málsins og hefur fengið aðstoð frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag og vísaði alfarið á Seðlabankann. Hjá Seðlabankanum fengust hins vegar þau svör að rannsókn á málinu væri hafin og verið væri að vinna úr þeim gögnum sem safnað var í gær. Enginn tímarammi hefur verið settur um rannsóknina en Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að farið verði að lögum og reglum. Þá vildi hann ekki gefa nein ítarlegri svör um ákvaða rökum húsleitarheimildin byggðist né hvort gripið verði til frekari aðgerða, svo sem yfirheyrslna vegna málsins. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn. Hátt í þrjátíu manns á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, tollstjóra og embættis sérstaks saksóknara framkvæmdu mjög umfangsmiklar húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Stjórn Samherja hefur ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða grundvelli húsleitin var framkvæmd en samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur rannsóknaraðili allt að þrjár vikur til að veita sakborgningi aðgang að gögnum. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði í viðtali við Stöð tvö í gær að rannsóknin byggðist meðal annars á viðskiptum félagsins með karfa í gegnum dótturfélag Samherja í Þýskalandi. Sjónvarpsþátturinn Kastljós fjallaði um málið í gær og var því haldið fram að Samherji hafi á síðustu árum selt afla til erlends dótturfélags á mun lægra verði en gengur og gerist í almennum viðskiptum og þar með brotið gegn ákvæðum gjaldeyrislaga. Þorsteinn sagði hins vegar Seðlabankann hafa yfirfarið alla verkferla félagsins við sölu til útlanda og það hafi engin lög brotið. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fer með rannsókn málsins og hefur fengið aðstoð frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag og vísaði alfarið á Seðlabankann. Hjá Seðlabankanum fengust hins vegar þau svör að rannsókn á málinu væri hafin og verið væri að vinna úr þeim gögnum sem safnað var í gær. Enginn tímarammi hefur verið settur um rannsóknina en Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að farið verði að lögum og reglum. Þá vildi hann ekki gefa nein ítarlegri svör um ákvaða rökum húsleitarheimildin byggðist né hvort gripið verði til frekari aðgerða, svo sem yfirheyrslna vegna málsins.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira