Körfuknattleikssambandið verðlaunaði í dag fyrir bestu frammistöðuna í umferðum 15 til 28 í Iceland Express deild kvenna. Njarðvíkingurinn Lele Hardy var kosin besti leikmaðurinn en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn.
Lele Hardy hefur farið á kostum með Njarðvíkurliðinu sem endaði í 2. sæti í deildarkeppninni og varð bikarmeistari. Hardy er með 24,8 stig og 18,7 fráköst að meðaltali í deildinni í vetur.
Undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar tryggðu Snæfellskonur sér sæti í úrslitakeppninni með góðum endaspretti og náðu um leið besta árangri kvennaliðs félagsins í efstu deild.
Verðlaunin fyrir 15. til 28. umferð í Iceland Express deild kvenna:
Úrvalsliðið:
Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Íris Sverrisdóttir, Haukum
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
Lele Hardy, Njarðvík
Dugnaðarforkurinn:
Jence Ann Rhoads, Haukum
Besti þjálfarinn:
Ingi Þór Steinþórsson, Snæfelli
Besti leikmaðurinn:
Lele Hardy, Njarðvík
Lele Hardy valin best - Ingi Þór besti þjálfarinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

