Viðskipti innlent

Heiðar Már: Tilrauninni með krónuna lokið

Magnús Halldórsson skrifar
Heiðar Már Guðjónsson er gesturinn í nýjasta þætti Klinksins.
Heiðar Már Guðjónsson er gesturinn í nýjasta þætti Klinksins.
Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir aðkallandi að taka peninga- og gjaldmiðlamál landsins til ítarlegrar skoðunar, það þoli enga bið. Heiðar Már er gestur nýjasta þáttarins af Klinkinu, spjallþáttar á viðskiptavef Vísis, þar sem hann ræðir um gjaldmiðlamál og stöðu mála hér á landi. „Tilrauninni með krónuna er lokið að mínu mati, og leiðin út úr þeim ógöngunum sem hagkerfið er í, með gjaldeyrishöftin, er að verða hluti af alþjóðlegu myntstarfi," segir Heiðar Már m.a.

Hann segist sjálfur horfa til Kanadadollarsins sem góðs kosts fyrir Ísland. „Þetta hafa fleiri sérfræðingar en ég sagt, þar á meðal eru erlendir sérfræðingar sem tjáð sig hafa um stöðu mála hér," segir Heiðar Már.

Hann tók á dögunum sæti í efnahags- og viðskiptanefnd á vegum Sjálfstæðisflokksins, en sú nefnd á m.a. að ræða ítarlega um þá valkosti sem uppi eru í gjaldmiðlamálum.

Sjá má nýjasta þátt Klinksins, þar sem Heiðar Már er í viðtali, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×