Gamla NBA-stjarnan, Stephon Marbury, er að gera það gott í Kína og hann leiddi lið sitt, Bejing Ducks, til sigurs í kínversku deildinni í gær. Þetta var fyrsti meistaratitill Ducks.
Marbury skoraði 41 stig í leiknum sem Endurnar unnu, 124-121.
"Þetta er búin að vera hreint ótrúleg reynsla. Þetta sýnir hvað liðið getur og það eru allir frábærir í þessu liði," sagði Marbury með tárin í augunum eftir leikinn.
Marbury var á sínum tíma valinn tvisvar í stjörnulið NBA. Hann lék siðast með Boston Celtics í NBA-deildinni.
