Fótbolti

Breno kærður fyrir íkveikju

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Varnarmaðurinn Breno, sem er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi, hefur verið kærður fyrir íkveikju. Verði hann sakfelldur á hann von á að verða dæmdur til fangelsisvistar.

Eins og áður hefur verið fjallað um er talið að Breno hafi á síðasta ári kveikt í húsi sem hann leigði. Að lokinni rannsókn var það ákvörðun saksóknara í München að kæra Breno fyrir íkveikju.

Breno þurfti að borga rúma milljón evra í skaðabætur en refsingin fyrir íkveikju eru fangelsisdómur í allt að fimmtán ár.

Hann er sagður hafa glímt við þunglyndi en hann hefur átt við tíð meiðsli að stríða síðustu misserin. Hann hefur nánast ekkert spilað með Bayern á leiktíðinni af þeim sökum.

Breno þykir efnilegur varnarmaður og voru vonir bundnar við að hann yrði fastamaður í vörn Bæjara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×