Kobe Bryant og LeBron James eru ekki lengur vinsælustu leikmenn NBA-deildarinnar. Í það minnsta ekki ef mið er tekið af treyjusölu í NBA-deildinni.
Það er Derrick Rose, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktið, sem er búinn að selja flestar treyjur frá því í apríl í fyrra. Bulls-treyjan með nafninu hans á bakinu hefur rokið út.
Jeremy Lin hjá NY Knicks er í öðru sæti í treyjusölunni þó svo hans treyja hafi ekki verið í sölu fyrr en í febrúar á þessu ári. Ótrúleg sala á Lin-treyjum.
Bryant á þriðju vinsælustu treyjuna en James varð að sætta sig við fjórða sætið að þessu sinni.
Carmelo Anthony, leikmaður NY Knicks, varð svo í fimmta sæti.
Treyja Rose vinsælust í NBA-deildinni

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti



Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti
