Lundúnalögreglan, Scotland Yard, segir að enn sé möguleiki á að Madeleine McCann sé á lífi. Tæknideild lögreglunnar opinberaði ljósmynd í dag sem sýnir hvernig Maddie litle myndi líta út í dag, fimm árum eftir að hún hvarf í Portúgal.
Talsmaður Scotland Yard sagði í dag að nýjar vísbendingar um hvarf stúlkunnar hefðu uppgötvast þegar rannsóknarlögreglumenn yfirfóru rannsóknargögn málsins.
Einnig hafa ný gögn komið fram sem varpi ljósi á aðdraganda barnránsins.
„Við teljum að það sé raunverulegur möguleiki á að stúlkan sé á lífi," sagði Andy Redwood, lögregluforingi Scotland Yard.
Hann hvetur lögregluyfirvöld í Portúgal til að hefja rannsókn á hvarfi Madeleine á ný.
Líkur á að Maddie sé á lífi
