Víkingur og KR áttust við í úrslitum Íslandsmótsins í 1. deild í borðtennis karla um helgina. Fyrri úrslitaviðureignin sem fram fór um miðjan apríl endaði 4-2 fyrir Víking sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 4-0 sigri. Lið Víkings er þannig skipað: Magnús Kristinn Magnússon, Daði Freyr Guðmundsson og Magnús Finnur Magnússon. Þjálfari liðsins er Guðmundur E. Stephensen
Úrslit:
Magnús K. Magnússon Víking sigraði Gunnar Snorrason KR 3 – 0
(11 – 7, 12 – 10 og 11 – 9)
Daði Freyr Guðmundsson Víking sigraði Kára Mímisson KR 3 – 2
(7 -11, 10 – 12, 11- 8,11 – 8 og 11 – 8)
Magnús Finnur Magnússon Víking sigraði Kjartan Briem KR 3 – 0
(11 – 8, 11 – 5 og 13 – 11)
Tvíliðaleikur
Magnús F. Magnússon og Magnús K. Magnússon Víking sigruðu KR-ingana Kjartan Briem og Kára Mímisson 3 – 0
(15 -13, 11 – 9 og 11 – 7)
