Utah og Philadelphia unnu bæði mikilvæga sigra eftir framlengda leiki í nótt. Denver tryggði sig inn í úrslitakeppninni með sigri á Phoenix sem gæti misst af úrslitakeppninni.
Miami tapaði síðan óvænt gegn Washington og misstu um leið af efsta sætinu í Austurdeildinni. Sólstrandargæjarnir munu enda í öðru sæti en Chicago vinnur Austurdeildina en Bulls lagði Dallas þar sem Derrick Rose spilaði á ný fyrir liðið.
Stjörnur Miami tóku lítinn þátt í leiknum. Bosh og James hvíldu og svo fór putti úr lið hjá Dwyane Wade sem eru ekki góð tíðindi fyrir Heat.
Úrslit:
Phoenix-Denver 107-118
Indiana-Philadelphia 106-109
Miami-Washington 84-86
Chicago-Dallas 93-83
Memphis-Portland 93-89
Houston-Golden State 99-96
Milwaukee-NJ Nets 106-95
Utah-Orlando 117-107
Chicago búið að vinna Austurdeildina

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti