NBA í nótt: Oklahoma City sópaði meisturunum úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2012 10:00 Kevin Durant fagnar með þjálfaranum Scott Brooks. Mynd/AP Oklahoma City varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið sópaði Dallas Mavericks úr leik. Oklahoma City vann leik liðanna í nótt, 103-97, og þar með rimmuna 4-0. James Harden var öflugur í leiknum en hann skoraði 29 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Dallas var þó þrettán stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá skoraði Harden sjö stig í röð og hans menn komust á 12-0 sprett. Oklahoma City náði svo forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir og hélt henni allt til loka. Kevin Durant var með 24 stig og ellefu fráköst fyrir Oklahoma City en Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas í leiknum. Sex ár eru liðin síðan að meisturum var síðast sópað úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006.LA Clippers vann dramatískan sigur á Memphis, 87-86, og er þar með komið í 2-1 forystu í þessari spennandi rimmu. Rudy Gay fékk gott tækifæri til að tryggja Memphis sigur um leið og leiktíminn rann út en skot hans geigaði. Hann var stigahæstur í liði Memphis með 24 stig. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Gay setti niður þrist þegar 12,9 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í þrjú stig. Clippers fór á vítalínuna og nýtti annað skotið sitt þar. Þá var staðan orðin 87-83. Memphis brunaði í sókn og aftur setti Gay niður þriggja stiga körfu, nú þegar 8,9 sekúndur voru eftir. Þar með var staðan orðin 87-86. Brotið var á Eric Bledsoe sem klúðraði báðum sínum vítum. Memphis náði frákastinu og Gay náði að koma sér í gott skotfæri. En í þetta sinn missti hann marks og sigur Clippers því staðreynd. Chris Paul skoraði 24 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir Clippers. Blake Griffin var með sautján stig.San Antonio vann Utah, 102-90, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmu liðanna. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio, þar af sextán í fjórða leikhluta. Al Jefferson og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Utah en engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur unnið rimmu í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-0 undir. NBA Tengdar fréttir Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Oklahoma City varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið sópaði Dallas Mavericks úr leik. Oklahoma City vann leik liðanna í nótt, 103-97, og þar með rimmuna 4-0. James Harden var öflugur í leiknum en hann skoraði 29 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Dallas var þó þrettán stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá skoraði Harden sjö stig í röð og hans menn komust á 12-0 sprett. Oklahoma City náði svo forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir og hélt henni allt til loka. Kevin Durant var með 24 stig og ellefu fráköst fyrir Oklahoma City en Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas í leiknum. Sex ár eru liðin síðan að meisturum var síðast sópað úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006.LA Clippers vann dramatískan sigur á Memphis, 87-86, og er þar með komið í 2-1 forystu í þessari spennandi rimmu. Rudy Gay fékk gott tækifæri til að tryggja Memphis sigur um leið og leiktíminn rann út en skot hans geigaði. Hann var stigahæstur í liði Memphis með 24 stig. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Gay setti niður þrist þegar 12,9 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í þrjú stig. Clippers fór á vítalínuna og nýtti annað skotið sitt þar. Þá var staðan orðin 87-83. Memphis brunaði í sókn og aftur setti Gay niður þriggja stiga körfu, nú þegar 8,9 sekúndur voru eftir. Þar með var staðan orðin 87-86. Brotið var á Eric Bledsoe sem klúðraði báðum sínum vítum. Memphis náði frákastinu og Gay náði að koma sér í gott skotfæri. En í þetta sinn missti hann marks og sigur Clippers því staðreynd. Chris Paul skoraði 24 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir Clippers. Blake Griffin var með sautján stig.San Antonio vann Utah, 102-90, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmu liðanna. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio, þar af sextán í fjórða leikhluta. Al Jefferson og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Utah en engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur unnið rimmu í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-0 undir.
NBA Tengdar fréttir Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16