Afar óskynsamlegt að ráðast í framkvæmdir meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2012 17:44 Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira