Íslenska 18 ára landslið kvenna rétt missti af bronsinu eftir naumt þriggja stiga tap á móti Dönum, 56-59, í leiknum um þriðja sætið á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta i Solna í Svíþjóð. Danska liðið tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu átta mínúturnar 26-7.
Íslensku stelpurnar léku mjög vel í fyrstu þremur leikhlutunum, unnu þá alla og voru með níu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 42-33. Stelpurnar bætti síðan við og komust mest 16 stigum yfir, 49-33, þegar átta og hálf mínúta var eftir af leiknum. Það stefndi því allt í íslenskan sigur.
Danska liðið var ekki á því að gefast upp, skoraði 17 stig í röð og komst yfir í 50-49 en íslenska liðið skoraði ekki sex og hálfa mínútur. Danska liðið var síðan sterkara á lokasprettinum í leiknum og tryggði sér bronsið.
Hildur Björg Kjartansdóttir úr Snæfelli var atkvæðamest í íslenska liðinu með 18 stig og 14 fráköst, Valsarinn Hallveig Jónsdóttir skoraði 13 stig og Haukastelpan Margrét Rósa Hálfdanardóttir var með 11 stig.
Stelpurnar misstu bronsið úr höndunum í fjórða leikhluta
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
