Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 8-0 Einar Njálsson á Kaplakrikavelli skrifar 2. júní 2012 00:01 FH tyllti sér á topp Pepsi deildarinnar eftir flottan 8-0 sigur á Fylki í Kaplakrika. Heimamenn réðu lögum og lofum á vellinum og virtust skora að vild gegn andlausum Fylkismönnum. Fyrri hálfleikur bauð upp á mikla skemmtun og byrjuðu bæði lið leikinn af krafti í blíðunni í Hafnarfirði. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu eftir hornspyrnu sem bakvörðurinn Guðjón Árni skallaði í netið. Eftir markið var eins og allur vindur væri farinn úr Fylki og gengu FH-ingar á lagið. Annað mark þeirra skoraði Atli Guðnason eftir laglega stungusendingu frá gamla brýninu Bjarka Gunnlaugssyni sem stjórnaði spili sinna manna vel í leiknum. Albert Brynjar Ingason bætti svo við þriðja markinu á 35 mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Atla Guðnasyni. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, gerði tvær breytingar í hálfleik til að fríska upp á leik sinna manna, FH-ingar gáfu þó ekkert eftir og skoruðu strax á upphafsmínútu seinni hálfleiks og var þar að verki Björn Daníel Sverrisson enn og aftur eftir undirbúning Atla Guðnasonar. Freyr Bjarnason bætti skömmu seinna við marki eftir hornspyrnu. Varamaðurinn Atli Viðar Björnsson skoraði sjötta mark heimamanna með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir aukaspyrnu. Fylkir missti síðan mann af velli þegar Andri Þór Jónsson fékk beint rautt þegar hann braut á Atla Guðnasyni sem var við það að sleppa einn í gegn. Annar varamaður, Hólmar Örn, skoraði sjöunda mark heimamanna og Björn Daníel skoraði sitt annað mark með skoti af um 30 metra færi. FH-ingar nýttu færin sín í dag vel eins og lokatölur gefa til kynna og virtust geta gert það sem þeim sýndist gegn Fylki í dag. Björn Daníel og Bjarki Gunnlaugsson stjórnuðu spili sinna manna frábærlega og Atli Guðnason hélt áfram að sýna að hann er einn besti leikmaður deildarinnar. Ekkert jákvætt er hægt að segja um leik Fylkis í dag og liðið leit vægast sagt illa út. Þeir voru í einu orði sagt hörmulegir.Atli Guðnason: Erum góðir í fótbolta Maður leiksins Atli Guðnason var sáttur í leikslok. “Átta mörk og höldum hreinu, við getum ekki farið fram á mikið meira. Við erum góðir í fótbolta og vitum það en aðrir hlutir spila inn í til að vinna leiki og þeir voru allir til staðar í dag. Fylkismenn gáfust frekar fljótt upp og um leið og fyrsta markið kom var ekki spurning hvorum megin sigurinn færi. "Í seinni hálfleik vorum við mikið betri og þeir fengu varla tækifæri til að koma við boltann. Mér leið nú ekkert vel að sjá bróður minn svona særðan en ég er mjög sáttur” sagði Atli sem var frábær í dag.Heimir Guðjónsson: Við réðum miðjunni Þjálfari heimamanna var mjög ánægður með leik sinna manna í dag. “Við spiluðum vel í dag og gott að koma til baka eftir tapið á móti KR, við vorum ekki góðir í þeim leik og skelfilegt að þurfa að bíða í 10 daga eftir öðrum leik en leikmennirnir stigu upp í dag og spiluðu vel. Ég er ekki hrifinn að þurfa að bíða svona lengi eftir að leikir tapast en við spiluðum heilt yfir vel. Fylkir er með gott lið en við réðum miðjunni og margir leikmenn sem stigu upp en nú þurfum við bara að koma okkur niður á jörðina og einbeita okkur að næsta leik. Það er einnig mjög jákvætt fyrir okkur að bæði Albert og Atli Viðar opna markareikning sinn í dag,” sagði Heimir vægast sagt sáttur.Ásmundur Arnarsson: Mark tvö slökkti á okkur Ásmundur þjálfari Fylkis var ekki jafn sáttur og kollegi sinn hjá FH. "Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við byrjuðum allt í lagi og áttum í fullu tré við þá, skapa okkur færi og verjast ágætlega. Við fáum síðan mark á okkur eftir horn og það hristir aðeins upp í okkur en mark númer tvö slekkur algjörlega á okkur og dró úr okkur kjark, þor og dug og FH-ingar gengu á lagið enda góðir í því. "Það eina jákvæða sem hægt er að líta á er að það er stutt í að við komum hingað aftur,” sagði Ásmundur en Fylkir mætir í Kaplakrika í næstu umferð Bikarkeppni KSÍ. NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
FH tyllti sér á topp Pepsi deildarinnar eftir flottan 8-0 sigur á Fylki í Kaplakrika. Heimamenn réðu lögum og lofum á vellinum og virtust skora að vild gegn andlausum Fylkismönnum. Fyrri hálfleikur bauð upp á mikla skemmtun og byrjuðu bæði lið leikinn af krafti í blíðunni í Hafnarfirði. Fyrsta mark leiksins kom á 22. mínútu eftir hornspyrnu sem bakvörðurinn Guðjón Árni skallaði í netið. Eftir markið var eins og allur vindur væri farinn úr Fylki og gengu FH-ingar á lagið. Annað mark þeirra skoraði Atli Guðnason eftir laglega stungusendingu frá gamla brýninu Bjarka Gunnlaugssyni sem stjórnaði spili sinna manna vel í leiknum. Albert Brynjar Ingason bætti svo við þriðja markinu á 35 mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Atla Guðnasyni. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, gerði tvær breytingar í hálfleik til að fríska upp á leik sinna manna, FH-ingar gáfu þó ekkert eftir og skoruðu strax á upphafsmínútu seinni hálfleiks og var þar að verki Björn Daníel Sverrisson enn og aftur eftir undirbúning Atla Guðnasonar. Freyr Bjarnason bætti skömmu seinna við marki eftir hornspyrnu. Varamaðurinn Atli Viðar Björnsson skoraði sjötta mark heimamanna með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir aukaspyrnu. Fylkir missti síðan mann af velli þegar Andri Þór Jónsson fékk beint rautt þegar hann braut á Atla Guðnasyni sem var við það að sleppa einn í gegn. Annar varamaður, Hólmar Örn, skoraði sjöunda mark heimamanna og Björn Daníel skoraði sitt annað mark með skoti af um 30 metra færi. FH-ingar nýttu færin sín í dag vel eins og lokatölur gefa til kynna og virtust geta gert það sem þeim sýndist gegn Fylki í dag. Björn Daníel og Bjarki Gunnlaugsson stjórnuðu spili sinna manna frábærlega og Atli Guðnason hélt áfram að sýna að hann er einn besti leikmaður deildarinnar. Ekkert jákvætt er hægt að segja um leik Fylkis í dag og liðið leit vægast sagt illa út. Þeir voru í einu orði sagt hörmulegir.Atli Guðnason: Erum góðir í fótbolta Maður leiksins Atli Guðnason var sáttur í leikslok. “Átta mörk og höldum hreinu, við getum ekki farið fram á mikið meira. Við erum góðir í fótbolta og vitum það en aðrir hlutir spila inn í til að vinna leiki og þeir voru allir til staðar í dag. Fylkismenn gáfust frekar fljótt upp og um leið og fyrsta markið kom var ekki spurning hvorum megin sigurinn færi. "Í seinni hálfleik vorum við mikið betri og þeir fengu varla tækifæri til að koma við boltann. Mér leið nú ekkert vel að sjá bróður minn svona særðan en ég er mjög sáttur” sagði Atli sem var frábær í dag.Heimir Guðjónsson: Við réðum miðjunni Þjálfari heimamanna var mjög ánægður með leik sinna manna í dag. “Við spiluðum vel í dag og gott að koma til baka eftir tapið á móti KR, við vorum ekki góðir í þeim leik og skelfilegt að þurfa að bíða í 10 daga eftir öðrum leik en leikmennirnir stigu upp í dag og spiluðu vel. Ég er ekki hrifinn að þurfa að bíða svona lengi eftir að leikir tapast en við spiluðum heilt yfir vel. Fylkir er með gott lið en við réðum miðjunni og margir leikmenn sem stigu upp en nú þurfum við bara að koma okkur niður á jörðina og einbeita okkur að næsta leik. Það er einnig mjög jákvætt fyrir okkur að bæði Albert og Atli Viðar opna markareikning sinn í dag,” sagði Heimir vægast sagt sáttur.Ásmundur Arnarsson: Mark tvö slökkti á okkur Ásmundur þjálfari Fylkis var ekki jafn sáttur og kollegi sinn hjá FH. "Það er lítið hægt að segja eftir svona leik, við byrjuðum allt í lagi og áttum í fullu tré við þá, skapa okkur færi og verjast ágætlega. Við fáum síðan mark á okkur eftir horn og það hristir aðeins upp í okkur en mark númer tvö slekkur algjörlega á okkur og dró úr okkur kjark, þor og dug og FH-ingar gengu á lagið enda góðir í því. "Það eina jákvæða sem hægt er að líta á er að það er stutt í að við komum hingað aftur,” sagði Ásmundur en Fylkir mætir í Kaplakrika í næstu umferð Bikarkeppni KSÍ.
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira