Kjósum með hjartanu Natan Kolbeinsson skrifar 12. júní 2012 14:25 Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Natan Kolbeinsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar