Stakk fórnarlambið um þrjátíu sinnum 22. júní 2012 19:55 Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin. Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin.
Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira