Gunnar Nelson bardagakappi hefur skrifað undir samning hjá UFC, stærstu samtökum heims í blönduðum bardagalistum.
Þetta kom fram í tilkynningu sem Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, sendi frá sér í kvöld.
„Fyrsti bardagi Gunnars innan sambandsins hefur ekki verið ákveðinn en það mál gæti skýrst í næstu viku. Gunnar er bæði ánægður og stoltur af því að UFC skyldi vilja fá hann í sínar raðir og vonar samningurinn verði upphafið að löngu og góðu samstarfi við UFC," segir í tilkynningunni.
Gunnar er enn ósigraður í MMA-bardögum sínum en hjá UFC mun hann etja kappi við þá bestu á sínu sviði.
Gunnar Nelson samdi við UFC
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
