Fótbolti

Krísufundur hjá Þjóðverjum

Það er skjálfti innan herbúða þýska landsliðsins í knattspyrnu eftir tvö töp í röð. Landsliðsþjálfarinn, Joachim Löw, ætlar að halda krísufund fyrir næstu verkefni í undankeppni HM.

Þjóðverjar hafa tapað bæði fyrir Ítalíu og Argentínu og hafa leikmenn landsliðsins mátt þola mikla gagnrýni heima fyrir eftir leikina.

Löw hefur einnig fengið sinn skerf af gagnrýni og gamli landsliðsmarkvörðurinn, Oliver Kahn, sagði meðal annars að leikaðferð Löw væri barnaleg.

Þjóðverjar mæta Færeyjum í næsta leik og svo Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×