Dwight Howard keypti heilsíðu auglýsingu í aðalblaðinu í Orlando Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2012 06:00 Dwight Howard. Mynd/AP Dwight Howard barðist fyrir því síðustu árin að komast í burtu frá Orlando Magic og varð loks að ósk sinni í sumar þegar félagið skipti honum til Los Angeles Lakers. Miðherjinn stóri og sterki mun því spila við hlið Kobe Bryant og Steve Nash á komandi tímabili. Það eru þrjár vikur síðan að Howard yfirgaf Orlando liðið en um helgina fannst honum rétti tímapunkturinn til að kveðja stuðningsmenn Magic-liðsins og íbúa Orlando. Howard valdi þá leið að kaupa heilsíðu auglýsingu í aðalblaðinu í Orlando um helgina en blaðið heitir Orlando Sentinel. Auglýsingin var hæfilega væmin eins og við var að búast en þar talar Howard um ást sína á Orlando-borg og að hann munu elska borgina til æviloka. „Þrátt fyrir að ferill minn hjá Orlando sé á enda þá mun ég aldrei hætta að elska borgina og fólkið sem gerir hana svona fallega," er haft eftir Howard í auglýsingunni. Howard þakkaði líka fyrir frábæran stuðning við sig og liðið undanfarin ár og segir að félagið hafi afrekað mikið hans tíma í Orlando allt frá því að vinna leiki og titla til þess að hafa jákvæð áhrif á unga fólkið í borginni. Dwight Howard spilaði með Orlando-liðinu fyrstu átta árin á NBA-ferli sínum og komst næst titlinum þegar Orlando fór alla leið í lokaúrslitin 2009. Ár eftir tapaði liðið í úrslitum Austurdeildarinnar og eftir það fór að gæta óánægju hjá Howard. Howard kláraði ekki síðasta tímabil vegna meiðsla í baki og það er ekki víst hvort að hann geti verið með í upphafi fyrsta tímabilsins hans hjá Lakers. Hæfileikar hans eru óumdeildir en kappinn er með 18,4 stig, 13,0 fráköst og 2,2 varin skot að meðaltali í 621 leik sínum í NBA. Hann var með 20,6 stig 14,5 fráköst að meðaltali síðasta vetur og tók enginn fleiri fráköst í deildinni í vetur. NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Dwight Howard barðist fyrir því síðustu árin að komast í burtu frá Orlando Magic og varð loks að ósk sinni í sumar þegar félagið skipti honum til Los Angeles Lakers. Miðherjinn stóri og sterki mun því spila við hlið Kobe Bryant og Steve Nash á komandi tímabili. Það eru þrjár vikur síðan að Howard yfirgaf Orlando liðið en um helgina fannst honum rétti tímapunkturinn til að kveðja stuðningsmenn Magic-liðsins og íbúa Orlando. Howard valdi þá leið að kaupa heilsíðu auglýsingu í aðalblaðinu í Orlando um helgina en blaðið heitir Orlando Sentinel. Auglýsingin var hæfilega væmin eins og við var að búast en þar talar Howard um ást sína á Orlando-borg og að hann munu elska borgina til æviloka. „Þrátt fyrir að ferill minn hjá Orlando sé á enda þá mun ég aldrei hætta að elska borgina og fólkið sem gerir hana svona fallega," er haft eftir Howard í auglýsingunni. Howard þakkaði líka fyrir frábæran stuðning við sig og liðið undanfarin ár og segir að félagið hafi afrekað mikið hans tíma í Orlando allt frá því að vinna leiki og titla til þess að hafa jákvæð áhrif á unga fólkið í borginni. Dwight Howard spilaði með Orlando-liðinu fyrstu átta árin á NBA-ferli sínum og komst næst titlinum þegar Orlando fór alla leið í lokaúrslitin 2009. Ár eftir tapaði liðið í úrslitum Austurdeildarinnar og eftir það fór að gæta óánægju hjá Howard. Howard kláraði ekki síðasta tímabil vegna meiðsla í baki og það er ekki víst hvort að hann geti verið með í upphafi fyrsta tímabilsins hans hjá Lakers. Hæfileikar hans eru óumdeildir en kappinn er með 18,4 stig, 13,0 fráköst og 2,2 varin skot að meðaltali í 621 leik sínum í NBA. Hann var með 20,6 stig 14,5 fráköst að meðaltali síðasta vetur og tók enginn fleiri fráköst í deildinni í vetur.
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira