Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2012 22:11 Jón Margeir og 17500 áhorfendur í sundhöllinni í London hlýddu á þjóðsöng Íslands. Nordicphotos/Getty Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló. Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló.
Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57
Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50